Úrval - 01.12.1953, Page 69

Úrval - 01.12.1953, Page 69
LÆKNIRINN BAK VIÐ TJÖLDIN 67 'Og oft finnur hann sjúkdóma, ■sem hvorki sjúklingurinn né læknir hans höfðu hugmynd um. Það geta verið berklasýkiar í hálseitlum, eða aðrir sýklar í annarskonar vefjum. Ef sjúk- lingurinn deyr, framkvæmir sjúkdómafræðingurinn stundum krufningu til þess að skera ná- kvæmlega úr um dánarorsök- ina. Árangurinn af rannsóknum hans stuðla að nákvæmari sjúk- dómsgreiningum í framtíðinni. Nýlega fékk ég tækifæri til að horfa á sjúkdómafræðing við vinnu sína í stóru sjúkrahúsi. 1 skurðstofunni voni skurðlækn- ar að skera upp unga konu. Nokkrum vikum áður hafði læknir sjúklingsins uppgötvað hnúta á skjaldkirtli hennar og grunaði, að um krabbamein gæti verið að ræða. Með skurði eftir náttúrlegri húðfellingu á hálsi konunnar hafði skurðlæknirinn flett ofan af kirtlinum og skor- ið af honum flipann með hnút- unum. Hjúkrunarkonan kom með vefinn til sjúkdómafræð- ingsins. Var þetta krabbamein? Meðferðin á sjúklingnum — já, líf hans var undir þessari vef ja- rannsókn komin, og skurðlækn- arnir biðu eftirvæntingarfullir eftir niðurstöðunni. Sjúkdómafræðingurinn fór sér að engu óðslega, hann skar fleygmyndað stykki úr stærsta hnútnum og setti það í mik- rotom. Mikrotom er einskonar áskurðarvél — aðeins miklu minni og nákvæmari — hún get- ur skorið sneiðar, sem eru ekki nema 1/100 úr mm á þykkt. Svo úðaði hann stykkið með ísköldu koldioxýði, og á augabragði stirðnaði það og var nú vel sneiðfast. Hann sneri handfanginu, sem setti hnífinn af stað. Með gler- staf tók hann upp sneiðarnar, og lagði þær í skál með vatni í. Því næst litaði hann þær með litarefni, þannig að bygging frumanna kom skýrt í ljós, og setti þær á nokkrar glerplötur. Svo lét hann eina glerplötuna undir smásjána og skoðaði vef- inn. Það mátti glöggt greina hinar lituðu frumur, sem voru skýrt afmarkaðar. Hann rann- sakaði þrjár þynnur í allt — til að leita af sér allan grun. Loks leit hann upp og horfði á hjúkr- unarkonuna. „Góðkynjað,“ sagði hann. Rannsóknin öll hafði tekið sex mínútur. Hjúkrunarkonan flýtti sér með skilaboðin til skurðlæknanna. Fáeinum mínút- um síðar var búið að sauma saman skurðinn á hálsi konunn- ar, og þegar hún vaknaði af svæfingunni, gátu læknamir fært henni gleðitíðindin — svo var sjúkdómafræðingnum fyrir að þakka. Dugiegur sjúkdómafræðingur verður að geta greint á milli um 500 mismunandi æxlisfruma, þar af um 250 illkynjaðra krabbameinsfruma. Hann verð- ur að þekkja vaxtarhraða hverr- ar tegundar um sig og vita hve
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.