Úrval - 01.12.1953, Síða 77

Úrval - 01.12.1953, Síða 77
KYNTÁKNIÐ MARILYN MONROE 75 lega hafa horfið af sjálfu sér, ef ekki hefði komið til auglýs- ingatækni Ameríkumanna. Aug- lýsingamennirnir urðu fyrstir til að uppgötva kenningu Havelock Ellis um, að mönnunum finnist þeir hlutir fallegastir, sem tengdir eru kynlífinu. Þeir tóku sér fyrir hendur að tengja æ fleiri hluti kynlífinu og skapa „kauphneigð“ hjá almenningi. Til þess urðu þeir að grípa til táknmynda, því að samfélag vort hneykslast enn á hispursleysi á þessu sviði. Til þess að fullnægja almenningi og fá nægileg not af kyntáknunum sem „augna- gamni“, varð auglýsingaáróður- inn alltaf að ganga feti lengra en hefðbundnir siðir leyfðu. Til dæmis þegar alls staðar gaf að líta stúlkuhné, urðu auglýsinga- stúlkurnar að sýna lærin á aug- lýsingum fyrir hverskonar iðn- aðarvaming. Á fjórða tug aldarinnar vom fætur Marlene Dietrich kyntákn fyrir milljónir karlmanna. Myndir af lærum og mjöðmum Betty Grable héngu uppi í flest- um hermannaskálum í heims- styrjöldinni síðari. Hin fögru brjóst Jane Russell drógu at- hyglina að konubarminum, sem hafði næstum horfið á þriðja tug aldarinnar þegar stuttu kjól- arnir komu í tízku. Það liðu fimmtíu ár frá því að fyrst mátti sjá bregða fyrir konuökla og þangað til nú, að hin ypparlegu brjóst, sem eru dýrmætasta fasteign Marilyn Monroe, eru öllum til sýnis. Hún er orðin holdgan allra þeirra kyntákna, er við höfum lært að gera okkur að góðu sem upp- bætur fyrir kynlífið og ástina. Það gat blátt áfram ekki hjá því farið, að Marilyn Monroe kæmi fram á sjónarsviðið ein- mitt núna. Ef hún hefði ekki komið, hefði kvikmyndaiðnaður- inn neyðzt til að skapa hana. Þessi stúlka, sem gengur und- ir nafninu Marilyn Monroe, er fædd 1926 í Los Angeles. Móð- ir hennar vann í kvikmyndaiðn- aðinum, en faðirinn var ónytj- ungur og fórst í bílslysi nokkr- um vikum áður en Marilyn fædd- ist. Telpan var skírð Norma Je- ane Baker. Þegar hún var smá- barn, fékk móðir hennar tauga- áfall og eftir það var hún að mestu sjúklingur, og flæktist frá einu taugahælinu til annars. Fyr- ir Normu Jeane hófst löng og ömurleg ganga frá einu barna- heimilinu til annars. I skólanum var hún illa klædd, feimin og vandræðaleg, og henni var oft strítt á því, að hún væri mun- aðarleysingi. En á tólfta ári tóku að sjást merki þess, að hún mundi fá fallegan líkamsvöxt. Þetta varð haldreipi hennar í lífinu. Hún lærði að treysta á útlit sitt til að koma málum sínum fram. Hún var ekki lengi að uppgötva hinn geysilega á- huga landa sinna á kvenlegri fegurð. Hún kom sér fyrst að sem fyrirmynd ljósmyndara, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.