Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 105
SPIRIT OF ST. LOUIS
103
hristi mig allan, beygi hand-
leggi og fætur, þrýsti á brjóst-
og kviðvöðva, stappa í gólfið,
hossa mér í sætinu, kasta mér
áfram svo að öryggisbeltið
stríkkar. Það er enn allt á floti
í kollinum á mér — ég er að
missa meðvitund!
Nei — ég ætla ekki að steyp-
ast fram af hengifluginu. Eg
er of nærri sjónum til þess að
ég megi slaka til andartak. Með-
vitundin skýrist. Eg ýti stöng-
inni áfram og til vinstri — til
þess að lyfta vængnum. Eg
held höfðinu í loftstraumn-
um og anda djúpt. Hið
alvarlega ástand hefur skerpt
meðvitund mína. Ég hef
nú loks hrist af mér fjötra
svefnsins. Návist dauðans hefur
kallað fram síðustu krafta
rnína.
#
Ég var sex ára þegar faðir
minn var kosinn öldungardeild-
arþingmaður og við fluttum til
Washington. Skrifstofa hans
þar var í stórri marmarabygg-
ingu og fór ég oft á hjólaskaut-
um kringum hana. Öldunga-
deildarþingmenn voru í miklu
áliti, fólk talaði um hvemig þeir
myndu greiða atkvæði og bar
mikla virðingu fyrir þeim. Eg
var mörgum stundum með föð-
ur mínum í þinginu. Fólk sagði,
að það væri mikið lán fyrir
dreng að alast upp í slíku and-
rúmslofti, innan um mikla menn
og háleitar hugsjónir. En mér
fannst andrúmsloftið þar vera
heitt og þungt og ræðurnar ó-
endanlega langar.
Sælustu stundir mínar í
Washington voru að leik úti
við, með glerkúlur og skoppara-
kringlur og á hjólaskautum. En
oftast f annst mér þröngt um mig
í borginni, eins og í fangelsi. A
löngum vetrardögum taldi ég
vikurnar til vorsins þegar við
færum aftur á búgarðinn okkar
í Minnesota.
Flestir karlmenn í báðum ætt-
um mínum hafa verið embætt-
ismenn. Margir hafa verið lækn-
ar og faðir minn var lögfræðing-
ur. Af því að foreldrar mínir
voru báðir háskólagengnir var
ég sendur í Wisconsin-háskól-
ann. En ég var aldrei góður
námsmaður. Ég hef verið í ellefu
skólum og alls staðar leiddist
mér skólavistin. Einkunnir mín-
ar voru lélegar.
Þó var ein undantekning. IJr
flugskóla hersins í Texas braut-
skráðist ég sem efsti maður í
mínum bekk. Þar fann ég loks
sjálfan mig og stundaði námið
af kappi. Mér fannst gildi há-
skólaprófsskírteinis ekki í neinu
samræmi við erfiðið og tímann
sem fórna varð náminu. En hinn
gullni vængur flughersins var
lykillinn að víðernum loftsins.
*
Ég lít á klukkuna — 7:50
New York tími — nú er réttur
sólarhringur síðan ég hóf mig
til flugs. Meginhluti hafsins er
að baki. I geymunum er nóg
eldsneyti og engin merki um bil-