Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 115
Ratvísi kattarins, fuglasöngur o.fl.
Framhald af 4. kápusíðu.
heim, jafnvel þó að þeir væru
fluttir aðeins skammt að heiman.
Þetta er hliðstætt því, að kjúk-
lingar, sem hafa ekki snemma
lært að notfæra sér hina með-
fæddu högghreyfingu til að tína
upp korn, geta ekki lært hana
seinna. Og dr. Precht benti á aðra
hliðstæðu: náttúrumanninn, sem
er mjög ratvís, og borgarbúann,
sem er mesti klaufi að rata, þegar
hann kemur út í frjálsa náttúruna.
Áður hafa menn talið, að þetta
væri meðfæddur eiginleigi nátt-
úrubamsins, sem borgarbúann
skorti. En að áliti dr. Prechts
benda dýratilraunir til, að ástæð-
an sé sú, að borgarbúinn hefur
ekki kynnzt náttúrunni á réttu
aldursskeiði.
Enskur dýrasálfræðingur, dr.
Sauer, hafði rannsakað sönginn
hjá söngfuglategund, sem nefnist
þyrnisöngvarinn. Kannsóknar-
efnið var að hve miklu leyti söng-
urinn væri meðfæddur. Hann
klakti út eggjum í hljóðeinangr-
uðum klefa, þar sem útilokað var,
að ungarnir heyrðu fuglasöng.
Ekki leið á löngu áður en þeir
fóru að tjá sig með öllum tóna-
afbrigðum þyrnisöngvarans —
gælutómmum, betlitónunum, ógn-
unartónunum, og sem fullorðnir
söng hinna fullorðnu þymisöngv-
ara. Hver tónn var sem sagt með-
fæddur.
Dag nokkurn heyrði dr. Sauer
hálfvaxinn rrnga syngja fullorðins-
sönginn, sönginn sem eðli sam-
kvæmt kemur ekki fyrr en kyn-
hvötin vaknar. Eðlisbundin athöfn
birtist m.ö.o. löngu áður en hún
átti að þjóna hlutverki sínu. Og
þegar matarskálin var sett fyrir
syngjandi ungann, breytti hann
söng sínum í betlisöng, sem þess-
ir ungar nota þegar þeir vilja
láta mata sig. „Hugsunin" hafði
m.ö.o. áhrif á sönginn.
Það er að sjálfsögðu ekki hægt
að draga neinar almennar álykt-
anir um fuglsöng af þessu. Sú
mynd, sem menn hafa gert sér
af fuglasöngnum af athugunum á
mörgum tegundum, er ákaflega
margbreytileg. En dr. Sauer gerði
fleiri skemmtilegar athuganir.
Hann athugaði kerfisbundið hvaða
tónar væru uppistaðan i fullorðins-
söng þyrnisöngvarans, og það kom
í ljós, að hann er settur saman
af þeim tónum, sem unginn hefur
notað í uppvextinum, fyrstu betli-
tónunum og fyrstu gælutónunum.
Þessir tónar voru ofnir saman í
fallegt lag. Einkum bar á gælu-
tónunum, en hversvegna ? Dr.
Sauer telur, að það sé af því að
ungarnir hafa hneigð til að hjúfra
sig saman. Þeir gefa frá sér gælu-
tón til þess að hæna hver annan
að sér, og þannig verður gæiu-
tónninn þýðingarmikill fyrir fugl-
inn.
Danski dýrasálfræðingurinn dr.
Holger Poulsen hefur tekið eftir
því, að hásir skrækir einkenna
söng annars söngfugls, sem skyld-
ur er þyrnisöngvaranum. Ungar
þessa fugls þola ekki að vera
nálægt hver öðrum. Þeir nota
hása skræki mikið, og sennilegt
er, að af þeim sökum verði þeir
tónar rikjandi í fullorðinssöngn-
um. Framhald á 2. kápusíðu.