Úrval - 01.02.1956, Síða 2

Úrval - 01.02.1956, Síða 2
Til lesenda. Framhald af 4. kápusíðu. færi til að ræða svolítið við þá um útgáfuna. Fyrirmyndin að útgáfu Úrvals var í upphafi sótt til erlendra tímarita, einkum ameriskra og enskra, sem voru nýjung að því leyti, að þau sóttu allt efni sitt í önnur tímarit og blöð og birtu það samþjappað eða stytt (con- densed). I fyrstu sótti Úrval efni sitt allmikið í þessi tímarit. En það kom brátt í ljós, að þótt efni þeirra væri fjölbreytt og aðgengi- legt, var megnið af því utan þess ramma, sem Úrval hafði sett sér; það var léttvægara, meira skemmtiefni en fróðleikur, og fróðleikur um nýjungar í vís- indum og tækni ekki alltaf sem áreiðanlegastur, meira lagt upp úr æsifréttagildi hans en raun- gildi. Þó var annað einkenni þess- ara tímarita kannski enn fjær því marki sem Úrval hafði sett sér, en það er viðleitni þeirra til þess að búa efnið í hendur lesend- unum i sem allra auðlesnustu formi, melta það fyrir þá („Di- gest“, sem er samheiti þessara tímarita og þýðir að melta, talar skýru máli í þessu sambandi), losa þá við allt erfiði af því að brjóta heilann um efnið og kryfja það til mergjar. Úrval varð því að leita á fleiri mið til fanga. Við þá leit kom í ljós, að furðu örðugt reyndist að finna tímarit, sem voru á svip- aðri línu og Úrval hafði markað sér. Ofgnótt var „Ðigest" tíma- rita og myndskreyttra viku- og mánaðarrita sem þau sóttu efni sitt í. Ekki var heldur neinn hörg- ull á vísindaritum og öðrum fræði- ritum, sem ekki eru ætluð öllum almenningi. En alþýðleg fróðleiks- rit, eins og Úrval vildi vera, í senn fræðandi, vekjandi og skemmtandi, reyndust torfundin. Hafi sumum lesendum Úrvals fundizt sumt efni þess stundum í tyrfnara lagi, og öðrum annað efni javnvel fullléttvægt, þá er skýringin sú, að Úrval hefur sótt drjúgan hlut af efni sínu annars- vegar í það sem aðgengilegast er leikmönnum í fræði- og vísinda- ritum, og hinsvegar í það sem helzt þótti slægur í í þeim ritum sem almenningur í öðrum löndum les mest. Það sem mestu réð um þá stefnu, er Úrval markaði sér í upphafi, mun hafa verið hugboð ritstjórans um, að íslenzk alþýða væri vandlátari á lestrarefni en alþýða annarra landa. Það er ís- lenzkri alþýðu til hróss, að þetta hugboð reyndist rétt. Öll skemmti- ritin um ástir og glæpi, sem nú flæða yfir, kunna að vekja efa- semdir um vandfýsni íslenzkra les- enda. En lestur slíkra rita verður þá fyrst hættulegur, þegar hann er orðinn að heita má eina lestr- arefni fólksins, og því fer fjarri, að Úrval hafi ástæðu til að ætla að svo sé. Heftum Úrvals var fyrir þrem árum fjölgað úr 6 í 8 á ári. Var það upphaf að áætlim um fjölg- un upp í 10 hefti á ári. Reynsl- an, sem fékkst af þessari fjölg- un, varð ekki sú, að fýsilegt þætti að framkvæma áætlunina til fulls og hafa því heftin verið 8 þessi ár, þótt það væri aldrei ætlunin, að sú taia yrði til frambúðar. Undirrituðum er ekki launung á því, að hann var alla tið heldur mótfallinn fjölgun heftanna, og þar sem hann hefur nú fengið full umráð yfir útgáfunni, hefur hann ákveðið að fækka heftun- um aftur i 6 á ári. Er það gert í sannfæringu þess, að betur tak- ist val í 6 hefti en 8, og einnig hins, að íslenzka lesendur skorti miklu fremur vandaðra lesefni en meira að vöxtum. Gísli Ölafsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.