Úrval - 01.02.1956, Qupperneq 15
Brezkur eðli.si'raiðingur spáir ura
framtíðma næstu 100 árin.
Að hundrað árum liðnum.
Grein úr „Scientific American",
eftir James B. Newman.
4Ð hve miklu leyti er hægt
að sjá framtíðina fyrir? Sir
Charles G. Darwin skyggndist
einu sinni langt fram í tímann:
Hann gaf út bók, sem hann kall-
aði Næstu milljón árin*). Nú
hefur annar brezkur eðlisfræð-
ingur, Sir George Thomson,
horft inn í framtíðina, en hann
er hvergi nærri eins stórtækur
og Sir Darwin; lætur sér nægja
að horfa fram á miðja næstu
öld. Ekki er þó þar með sagt,
að spá hans sé auðveldari. Spá
sem nær yfir 10.000 aldir lætur
sig ekki varða smáatriði, en
dregur upp hinar stóru línur.
Darwin gat reiknað með því, að
jafnvel hinar beztu vélar gangi
úr sér. Vegna rányrkju þeirra
sem jörðina byggja, verður hún
fátækari og snauðari að gæðum
eftir milljón ár en hún er nú.
Mennirnir verða kannske vitr-
ari, en ekki hamingjusamari. Ef
til vill neyðast þeir til þess að
yfirgefa þessa stjörnu.
Mynd Sir Georges af árinu
*) Sjá „Næstu milljón árin“ i 5.
hefti 11. árg. Úrvals.
2050 er ekki jafnraunaleg. Hann
hefur einkum tækniþróunina í
huga; um hana er nokkru hægt
að spá, segir hann. Bylting vís-
indanna hefur verið að verki í
meira en þrjár aldir, og hefur
maðurinn á þeim tíma náð æ
meira valdi á umhverfi sínu.
Hraði framfaranna er enn í
vexti, og er eðlilegt að menn
spyrji, hve lengi það geti hald-
ið áfram. Vissulega getur siysið
mikla — af völdum mannanna
— dunið yfir og látið skordýr-
um og rottum eftir jörðina. En
vér skulum gera ráð fyrir að
svo verði ekki. Vér getum þá
vænzt þess, að framhald verði
á efnalegum framförum. Vér
getum ekki sagt nákvæmlega
fyrir um það, hvert vísindi og
tækni muni bera oss næstu öld,
en nokkra hugmynd má gera
sér um vélar framtíðarinnar.
Um breytingar á félagsháttum
er erfiðara að segja. „Félags-
fræðin hefur enn ekki eignazt
sinn Newton,“ segir Thomson,
„og allir spádómar í þeim efn-
um hlóta að verða getgátur."
Samt er freistandi að hugleiða