Úrval - 01.02.1956, Síða 16
14
ÚRVAL
viðbrögð mannanna við tækni-
framförum, og í þessari bók er
ýmislegt um samfélag 21. ald-
arinnar eigi síður en vélarnar.
Vísindin setja tækninni tak-
mörk jafnframt því sem þau
næra hana. Almennt gera menn
sér þetta ekki ljóst. Vér ætlumst
til of mikils af snilli mannsins
í gerð véla. Tæknin hefur afrek-
að svo miklu, að mönnum er
gjarnt á að gera ráð fyrir, að
öllu verði svarað, allt leyst og
læknað, tækninni séu engin tak-
mörk sett. Vér höfum ljós í
kæliskápnum, þessvegna mun-
um vér geta flogið til tungls-
ins; það er lofttemprun í leik-
húsum vorum, þessvegna mun-
um vér geta breytt loftslaginu
á jörðinni. Gerum ráð fyrir að
uppfinningamennirnir séu frjó-
ir, og muni ef til vill sigrast á
dauðanum. Samt eru þeir hlutir
til, sem þeir geta ekki, hlutir
sem eðli sjálfrar náttúrunnar,
eins og við skiljum það, fyrir-
munar þeim að gera.
Það mun hafa verið Sir Ed-
mund Whittaker, sem fyrstur
talaði um „grundvallarreglur
getuleysisins", þegar hann vildi
lýsa hinum vísindalegu reglum
um það, sem ekki er hægt að
gera. Einstein sagði: „Enginn
efnishlutui' eða merki getur far-
ið hraðar en ljósið." Flugmenn
eða geimfarar þurfa tæpast að
gera sér áhyggjur út af þessari
reglu, en takmörk setur hún
eigi að síður.
Að áliti Thomsons er fyrir-
sjáanlegri framtíð vísindanna,
og afkvæmi þeirra, tækninni,
takmörk sett af þessum „grund-
vallarreglum getuleysisins".
Ennfremur kunna að finnast
aðrar grundvallarreglur innan
lífræðinnar, er setji getu manns-
ins takmörk. Sir Thomson segir:
„Dýr og jurtir verða að geta
tímgast og vaxið sem einstakl-
ingar upp af örsmáu fræi eða
eggi, sem geymir í sér svipmót
hins fullvaxna einstaklings. Hér
hljóta að vera takmörk. Ætla
má, að ekki geti allar niðurrað-
anir beina, tauga og vöðva, jafn.
vel þó að úr þeim gæti orðið
lifandi dýr, vaxið upp af eggi
— og enn síður orðið til við
þróun. Ef til vill er þetta skýr-
ingin á því hversvegna náttúr-
an hefur aldrei skapað lifandi
hjól.“
Enn aðrar grundvallarreglur
setja tækninni sem heild tak-
mörk, á sama hátt og efniviður
og áhöld setja smíðagetu iðnað-
armannsins takmörk. Það eru
ekki til óendanlega mörg efni
í náttúrunni og heldur ekki form
eða frumpartar. Hin undursam-
lega f jölbreytni efnisheimsins er
orðin til úr tiltölulega einföld-
um tækjum. Alheimurinn er
gerður úr færri en 100 ólíkum
atómum (sem sjálf eru gerð úr
örfáum frumpörtum). Ferskju-
tré er ólíkt sandkorni og sand-
kornið stjörnu. Samt er þetta
þrennt að efni til líkt; ekki ólík-
ara hvað öðru en tvær mósaík-
myndir. Óbreytanleiki atóm-