Úrval - 01.02.1956, Side 18

Úrval - 01.02.1956, Side 18
16 tjR VAL geymir. Hitadælan á, að áliti Thomsons, mikla framtíð fyrir sér, einkum til upphitunar húsa. Hún er „einskonar utanhúss kæliskápur, sem tekur hita úr umhverfi sínu, þjappar honum saman og flytur hann inn í hús“. Fullyrða má því, að verði um einhvern skort að ræða á næstu öld, verður það ekki skortur á orku. Öðru máli gegnir um ýmis efni. Menning vor mundi hafa orðið öll önnur, ef vér hefðum ekki fengið ýms þau efni, sem komið hafa til sögunnar á síð- ustu 50 árum, svo sem létta málma, plast, málmblöndur o. fl. Mennirnir hafa verið svo lán- samir að finna miklar námur, auðugar af dýrmætum málmum, en jafnvel slíkar námur eru ekki óþrjótandi og brátt mun að því koma, að nýta verður lélegar námur. Til þess þarf bættar vinnsluaðferðir, bæði að því er snertir vinnslu djúpt í iörðu þar sem mikill hiti er og „úrvinnslu lítils verðmætis úr geysimiklu hráefni". Thomson drepur á möguleika námuvinnslu djúpt í jörðu á svipaðan hátt og olíu- vinnslu. Undir jarðskorpunni er bráðin eðja, sambland af stein- efnum og lífrænum efnum. Eng- inn veit hve mikið er af þessari eðju, en ef hægt væri að finna slíkar æðar, er hugsanlegt að hægt væri að bora niður í þær og dæla eðjunni upp á yfirborð jarðar. Ef til vill er hafið þó væn- legri auðlind til vinnslu málma og annarra dýrmætra efna. Hlutfallslegt magn slíkra efna er að vísu mjög lítið, en „nám- an“ má teljast óþrjótandi. Sum sjávardýr safna í sig málmum, sem eru nauðsynleg efni í blóð þeirra. Til eru fiskar, sem safna í sig kopar og vanadíum, sem í sjónum eru aðeins í hlutfall- inu 1:5.000.000.000. Thomson telur hugsanlegt, að rækta megi jurtir eða aðrar lífverur, sem annist fyrir oss fyrsta stig vinnslunnar, en síðan taki vél- arnar við. Mikið er hægt að gera til að auka styrkleika efna, t. d. málma. Til þess þarf aðeins að sigrast á byggingargöllum í kristöllum málmanna. Afleiðing þess mun verða gerbreyting í gerð og útliti mannvirkja. Hús, flugvélar, hengibrýr o. fl. munu gerbreytast. Byggingar 21. ald- arinnar munu ef til vill bera svip af reiða seglskips, þar sem þilin milli grannra burðarstoða og ása eru léttar þynnur, sem margar verða gagnsæjar.“ I samgöngum hafa orðið geysilegar framfarir á undan- förnum 50 árum, og munu án efa verða áfram. Vasatalstöðvar (walkie-talkie) munu verða al- menningseign eftir að endurbæt- ur hafa verið gerðar á transis- tornum, sem koma á í tækin í stað lampa. Sjónvarp mun ná mikilli útbreiðslu. Búast má við að haldnir verði „mannfundir" þar sem hver maður er heima hjá sér eða í skrifstofu sinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.