Úrval - 01.02.1956, Qupperneq 24
22
TJRVAL
og sagði: „Guð minn góður,
hver er þessi maður?“ Og nú
fór næstum einfe. Ég er ekki á
hverjum degi í Helsinki, og það
kemur ekki fyrir á hverri öld
að Jean Síbelíus sé í Helsinki
sama dag og ég.“
,,Já,“ sagði stúlkan. „Bíðið
andartak. Ég ætla að hringja
til hans.“
Og hún fór upp á loft. Hún
kom hlaupandi niður stigann.
„Jean Síbelíus er í Javenpaa,“
sagði hún.
„Hvað er það langt frá Hel-
sinki?“ spurði ég.
.Klukkutíma akstur,“ sagði
stúlkan.
Ég skrifaði staðarnafnið á
umslag og flýtti mér burtu.
Ég var að hugsa um að senda
skeyti. Ég reyndi að semja það,
en það varð kjánalegt. Skeyti
eru alltaf ómerkileg. Ég spurði
dyravörðinn á hótelinu, hvort
ég gæti fengið símasamband við
Jean Síbelíus. Mér fannst ég
vera hálfkjánalegur.
„Auðvitað,“ sagði hann.
Og áður en ég vissi af, var
ég farinn að tala við hann í
símann.
„Ég er frá Ameríku," sagði
ég. „Ameríkumenn hafa allir
yndi af tónlist yðar.“
„Ég er hérna uppi í sveit,"
sagði hann á .ensku. „Komið
klukkan sjö.“
„Klukkan var hálffimm og
það var klukkutíma akstur til
Javenpaa, svo að ég hafði rúm-
an klukkutíma til að gera mér
í hugarlund hvað gerast mundi.
Hver var ég að ég skyldi ger-
ast svo djarfur að heimsækja
Síbelíus? Hvað get ég sagt við
þennan mann, sem samdi Fin-
landia? Og hvað getur hann
haft að segja mér? Hann er
sjötugur og ég tuttugu og sjö
ára. Ég er fæddur í Ameríku.
Ég er fávís og óþekktur rit-
höfundur og hann er mikið tón-
skáld. Ég vissi ekki hvað ég'
gerði.
Það er Finlandia. Og það var
Finnland. Stúlkurnar voru fal-
legar og mjög prúðar og mjög-
kurteisar. Það er hlutverk rit-
höfundar að reyna að komast
að því hvernig slíkt gerist —
þessi tónlist og hin hreinu, sak-
lausu andlit finnsku stúlknanna..
Ég fór upp í herbergi mitt
á Hótel Torni og reyndi að láta
mér detta í hug spurningar, sem
ég gæti lagt fyrir Jean Síbelíus,
en það er ekki til neitt and-
styggilegra en spurningar, og-
þær spurningar, sem ég skrifaði
hjá mér voru verstu spurning-
ar, sem nokkur maður gat látið
sér til hugar koma að leggja
fyrir nokkurn mann. Það voru
langar og flóknar spurningar —
hvort það sé kannski rétt, að
öll form listarinnar búi í nátt-
úrunni, og að listamaðurinn geti
ekki annað en afhjúpað þessí
form og hvaða áhrif lífið, borg-
arlífið, járnbrautirnar, skipin,.
skýjakljúfarnir, verksmiðjurn-
ar, vélarnar og hávaðinn hafi
á tónskáldið, og hvort tónlistin