Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 27
!>að er ekki sama, hvernig tekið
er til orða. Nákvæmni er ...
Há Ift l ífi ð
Grein úr „Die Auslese",
eftir Heinz Kein.
ylÐ ætluðum til Burggrafen-
strætis og svipuðumst um
eftir einhverjum, er gæti sagt
okkur hvar það væri. Loks kom-
um við auga á roskinn mann,
virðulegan í framgöngu og með
staf í hendi.
,,Fyrirgefið,“ sagði ég, „við
ætlum til Burggrafenstrætis."
Maðurinn kinkaði vingjarnlega
kolli. „Til þess hafið þér fulla
heimild,11 sagði hann með á-
herzlu. Þetta óvenjulega svar
vakti undrun okkar.
„Þér þurfið ekki samþykki
mitt til þess, og þurfið heldur
ekki að biðja mig fyrirgefning-
ar,“ hélt maðurinn áfram og
studdist báðum höndum fram
á stafinn.
„Auðvitað ekki,“ sagði ég og
reyndi að brosa. „Þetta er bara
venjulegur talsmáti. „Þér vitið
kannski hvar Burggrafenstræti
er?“
Maðurinn kinkaði kolli. „Já,
ég veit það.“
Við biðum eftir að hann vís-
aði okkur til vegar, en hann
sagði ekki meira, bjóst jafnvel
til að fara. „En . . .“ hóf ég
máls.
Maðurinn sneri sér við. ,Yður
furðar líklega . . .“
„Já, óneitanlega," sagði ég.
„Sjáið þér til,“ sagði maður-
inn og lyfti vísifingri. „Þér
spurðuð mig hvort ég vissi hvar
Burggrafenstræti væri. Þessari
spurningu hef ég svarað skýrt
og skilmerkilega. Ég veit hvar
Burggrafenstræti er. Nægir yð-
ur það?“
„Nei,“ sagði ég og reyndi að
bæla niður gremju mína. „Ég
átti auðvitað við,“ sagði ég og
gerði mér far um að orða spurn-
ingu mina ótvírætt, „hvort þér
gætuð sagt okkur hvernig við
gætum komizt þangað fótgang-
andi stytztu leið.“
Maðurinn kinkaði samþykkj-
andi kolli. „Já, það get ég sagt
yður“.
Mikið var! ætlaði ég að segja,
en konan mín greip í handlegg-
inn á mér og ég stillti mig.
„Ég er reiðubúinn að segja
yður það,“ sagði maðurinn,
„undir eins og þér spyrjið mig
um það. Það hafið þér nefnilega
ekki gert enn. Nákvæmni í tali,
ungi maður, er hálft lífið. Minn-
ist þess!“