Úrval - 01.02.1956, Síða 28

Úrval - 01.02.1956, Síða 28
26 ÚRVAL Ég dró andann djúpt. „Ég beini hér með skýrt og skorin- ort til yðar svofelldri spurningu: Hvar er Bruggrafenstræti ?“ ,,Burggrafenstræti,“ sagði maðurinn með kennararómi, „liggur frá Wichmannstræti skammt frá Keithstræti til Kurfiirstenstrætis og endar við Ansbacherstræti. Ég vona að ég hafi gefið yður tæmandi upp- lýsingar.“ Konan mín flýtti sér að spyrja. blíðróma: ,,Og hvernig komumst við þangað héðan ? Þér ætlið að vera svo góður að segja okkur það?“ Maðurinn hneigði sig fyrir henni. ,,Vel spurt, unga frú,“ sagði hann og lýsti fyrir okkur leiðinni, að vísu með mörgum orðum, en þó nákvæmlega, og sagði að lokum: „Endurtakið nú það sem ég hef sagt!“ Ég var að missa stjórn á mér, en konan mín brosti alúðlega og sagði: ,við förum sem sagt . . .“ Og hún endurtók orði til orðs leiðarlýsingu mannsins og sagði að lokum: „Og þá kemur Burg- grafenstræti." „Nei!“ sagði maðurinn. „Leyfið mér!“ greip ég reiður fram í. „Þér sögðuð sjálfur . . .“ ,, . . . að Burggrafenstræti komi? Slíkt léti ég mér aldrei um munn fara, ungi maður! Og þér ættuð einnig að temja yður skýrt orðfæri, frú mín góð. Stræti kemur ekki, það er á sín- um stað og verður þar áfram. Þér komið til þess þegar þér farið þangað, er ekki svo?“ „Jú,“ svaraði ég bálreiður og ætlaði að bæta við einhverjum kjarnyrðum, en konan varð fyrri til. „Hve langan tíma þurf- um við til að fara fótgangandi að vegamótum Burggrafen- strætis og Kurfiirstenstrætis með um fimm km gönguhraða á klukkustund og um þriggja stiga vind í bakið, gerandi ráð fyrir að ekkert verði til að tefja okkur?“ „Ágætt!“ sagði maðurinn í viðurkenningarróm. „Hve lang- an tíma, segið þér?“ Hann hugs- aði sig um og vaggaði höfðinu fram og aftur. „Þið verðið að reikna með góðum stundarf jórð- ungi.“ Ég ætlaði að fara að taka of- an hattinn og þakka fyrir greið- viknina, en . . . hvað hafði mað- urinn sagt? Góðum stundar- fjórðungi? „Hahaha,“ sagði ég, en svo setti ég upp strangan kennarasvip: „Stundarf jórðung. ur er stundarfjórðungur, herra minn, það er hvorki til góður né vondur stundarfjórðungur. I hverjum stundarfjórðungi eru nákvæmlega 15 mínútur eða 900 sekúndur. Leggið yður það á minnið, herra minn. Nákvæmní í tali er hálft lífið!“ Maðurinn glápti á mig undrandi, en þó jafnframt með nokkurri viður- kenningu. En við örkuðum af stað til Burggrafenstrætis. Það kom í ljós, að það var góðan stundarfjórðung í biirtu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.