Úrval - 01.02.1956, Page 30
28
ÚRVAL
„Nei,“ sagði hún.
Hann staðnæmdist við skrif-
borðið og tók að blaða í nokkr-
um skjölum. Hann hélt áfram
að blístra og tók aftur upp
göngu sína kringum borðið. Hún
hélt áfram að þurrka af, án
þess að líta á hann. Hann stað-
næmdist fyrir aftan hana og svo
fór hann að steppa. Hann steig
hringspor. Þetta var hvatning.
„Heyrirðu ekki?“ sagði hann,
þegar hann hafði endurtekið
hringsporin þrisvar.
En hún sneri baki að honum
og hélt áfram að þurrka af. Þá
greip hann báðum höndum um
mjaðmir hennar og reyndi að
kyssa hana á hálsinn. En hún
gaf honum olnbogaskot og hróp-
aði:
,Vertu ekki að þessu!“
„Nú, hljóðið er svona,“ sagði
hann. „Maður er ekki velkom-
inn heim. Ojæja, maður getur
þá farið aftur.“
Hann gretti sig yfirlætislega
og hallaði sér aftur á bak.
„Maður fer þá bara . . .“
„Farðu ekki!“ hrópaði hún
og sneri sér við. ,,Þú mátt ekki
fara!“
Hún leit á hann og það var
dimm örvænting í augunum.
Hún var ljóshærð og gróf-
gerð. Hún var einkar snyrtileg
í bláa kjólnum og hvítu svunt-
unni. Handleggir hennar voru
gildir og sterklegir, hakan breið
og munnurinn þrjózkulegur.
Vinkonur hennar sögðu oft við
hana, að hún ætti að taka Sören
,,skynsamlegum“ tökum. Hún
skildi hvað þær áttu við, en
hún hafði ekki lag á að beita
slíkri skynsemi. Hún gat ekki
farið að honum með lagi. Hún
gat ekki látið sem hún væri
glöð. Hún gat ekki gleymt að
hann var drukkinn og hafði
brotið af sér.
„Gef mér koss,“ sagði hann.
Hún bældi niður reiði sína
og gekk á móti honum, tók af
honum hattinn og strauk hár
hans. Hann lyfti upp höku henn-
ar og kyssti hana. Án þess hún
réði við runnu tvö tár niður
kinnar hennar.
„Af hverju ertu að gráta?“
spurði hann. „Ég sem er kom-
inn heim og er góður."
„Þú hefðir átt að koma heim,
eins og bú lofaðir,11 sagði hún
og strauk honum um brjóstið.
„Ég hef beðið hér . . .“
„Treystirðu mér ekki?“ spurði
hann.
„Má ég klæða þig úr frakk-
anum?“
„Ekkert liggur á.“
„Já, en það er engin meining'
að vera í frakkanum," sagði
hún. „Farðu úr og legðu þig.
Ég skal búa til reglulega góð-
an mat handa þér.“
„Ég er ekki svangur,“ sagði
hann.
„Það er svo sem auðvitað,“
sagði hún og varð aftur gröm.
„Þú hefur auðvitað setið í Run-
an og étið þar og drukkið.“
„En nú er ég kominn heim
og er góður,“ sagði hann.