Úrval - 01.02.1956, Síða 30

Úrval - 01.02.1956, Síða 30
28 ÚRVAL „Nei,“ sagði hún. Hann staðnæmdist við skrif- borðið og tók að blaða í nokkr- um skjölum. Hann hélt áfram að blístra og tók aftur upp göngu sína kringum borðið. Hún hélt áfram að þurrka af, án þess að líta á hann. Hann stað- næmdist fyrir aftan hana og svo fór hann að steppa. Hann steig hringspor. Þetta var hvatning. „Heyrirðu ekki?“ sagði hann, þegar hann hafði endurtekið hringsporin þrisvar. En hún sneri baki að honum og hélt áfram að þurrka af. Þá greip hann báðum höndum um mjaðmir hennar og reyndi að kyssa hana á hálsinn. En hún gaf honum olnbogaskot og hróp- aði: ,Vertu ekki að þessu!“ „Nú, hljóðið er svona,“ sagði hann. „Maður er ekki velkom- inn heim. Ojæja, maður getur þá farið aftur.“ Hann gretti sig yfirlætislega og hallaði sér aftur á bak. „Maður fer þá bara . . .“ „Farðu ekki!“ hrópaði hún og sneri sér við. ,,Þú mátt ekki fara!“ Hún leit á hann og það var dimm örvænting í augunum. Hún var ljóshærð og gróf- gerð. Hún var einkar snyrtileg í bláa kjólnum og hvítu svunt- unni. Handleggir hennar voru gildir og sterklegir, hakan breið og munnurinn þrjózkulegur. Vinkonur hennar sögðu oft við hana, að hún ætti að taka Sören ,,skynsamlegum“ tökum. Hún skildi hvað þær áttu við, en hún hafði ekki lag á að beita slíkri skynsemi. Hún gat ekki farið að honum með lagi. Hún gat ekki látið sem hún væri glöð. Hún gat ekki gleymt að hann var drukkinn og hafði brotið af sér. „Gef mér koss,“ sagði hann. Hún bældi niður reiði sína og gekk á móti honum, tók af honum hattinn og strauk hár hans. Hann lyfti upp höku henn- ar og kyssti hana. Án þess hún réði við runnu tvö tár niður kinnar hennar. „Af hverju ertu að gráta?“ spurði hann. „Ég sem er kom- inn heim og er góður." „Þú hefðir átt að koma heim, eins og bú lofaðir,11 sagði hún og strauk honum um brjóstið. „Ég hef beðið hér . . .“ „Treystirðu mér ekki?“ spurði hann. „Má ég klæða þig úr frakk- anum?“ „Ekkert liggur á.“ „Já, en það er engin meining' að vera í frakkanum," sagði hún. „Farðu úr og legðu þig. Ég skal búa til reglulega góð- an mat handa þér.“ „Ég er ekki svangur,“ sagði hann. „Það er svo sem auðvitað,“ sagði hún og varð aftur gröm. „Þú hefur auðvitað setið í Run- an og étið þar og drukkið.“ „En nú er ég kominn heim og er góður,“ sagði hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.