Úrval - 01.02.1956, Page 31

Úrval - 01.02.1956, Page 31
KEMUR HEIM OG ER GÓÐUR 29 „Hvað hefurðu eytt miklum peningum?“ Hann gekk eitt skref aftur á bak sármóðgaður. Hann barði í borðið og hrópaði: „Þegar ég kem heim og er góður, vil ég sjá glöð andlit, annars fer ég aftur. Skilurðu það?“ „Farðu úr frakkan," sagði hún biðjandi og gekk nær hon- um og reyndi að klæða hann úr, en hann sló hendur hennar frá sér. „Maður kemur heim og er góður og þá er tekið á móti manni með fýlusvip!“ hrópaði hann. „Er nokkur furða þó að maður sé í burtu, þegar maður hefur glæpzt á að giftast kven- manni eins og þér. Væri ég verri en ég er, mundir þú aldrei fá að sjá mig heima. En hvað geri ég? Ég kem heim og er góður og hef keypt handa þér ávexti, en þú gáir ekki einu sinni í pokann.“ „Ég er búin að gá í hann,“ sagði hún. „En þú hefur ekki svo mikið sem þakkað fyrir,“ hrópaði hann. „Þakka þér fyrir,“ sagði hún og rétti honum höndina, en hann sló á hana. „Ég sé engan vott þakklætis hjá þér, bannsetur hræsnarinn þinn!“ hrópaði hann. „Eins og þú vilt,“ sagði hún og fann að nú gat hún ekki meira. Ó, hugsaði hún, ef ég væri bara öðruvísi gerð! Ég þyrfti að vera eins og Anna. Hún hlær og gerir að gamni sínu hvernig sem maðurinn hennar kemur heim. Hún hefur lag á að klæða hann úr og koma honum í rúm- ið. Stundum ber hann hana. En hún hlær, hvað sem á gengur. Það mætti halda, að hún væri tilfinningalaus, en það er hún ekki. Hún þjáist. Ég þekki hana. Ó, ég þyrfti að vera eins og hún! Hún fór fram í eldhús. Hann setti aftur á áig hattinn. Hann tyllti honum kæruleysislega aft- ur á hnakkann. Ljósgult hárið féll niður á enni hans. Henni þótti óskaplega vænt um hann. Hún hefði viljað þrýsta honum að sér. Hún hefði viljað segja honum, að hún hataði sjálfa sig af því að hún væri ekki létt- lynd eins og hann vildi hafa hana. „Maður kemur heim og er góður,“ sagði hann. Hann stóð á þröskuldinum milli stofunnar og eldhússins. „Maður kemur heim og er góður,“ sagði hann aftur. Honum var mikil fró í þess- um orðum. Þó að hann hefði sagt þau ótal sinnum, fannst honum sem hann hefði aldrei heyrt þau fyrr en nú. Sannari orð eru ekki til! Þau hitta ein- mitt naglann á höfuðið! hugs- aði hann, og hann negldi þau föst í loftið og þau urðu að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.