Úrval - 01.02.1956, Side 33

Úrval - 01.02.1956, Side 33
KEMUR HEIM OG ER GÖÐUR 31 koma heim. Það er alveg dæma- laus góðmennska! Þegar ég horfi á þig, þá get ég ekki imyndað mér annað en ég sé bezti eiginmaður sem til er.“ Hún fór frá honum og vissi ekki hvað hún átti að gera. „Dæmalaus góðmennska!“ endurtók hann. Hún óskaði þess heitt, að hún gæti hlegið. Hún óskaði þess að hún gæti gletzt við hann. Anna gat gletzt við mann sinn þegar hann kom drukkinn heim. Anna hló og glettist, þó að hana sviði í hjartað. Hann mátti ekki komast að því hvernig henni leið. Anna var dásamleg kona. Þannig gat hún aldrei orðið. Hún gat ekki verið léttlynd. Hún gat ekki þagað yfir því, sem var rétt og satt. Hún var bund- in og ófrjáls, það vissi hún, en hún gat ekki ráðið við það. Hún fór inn í búrið og náði í fulla skál af kartöflum. Síðan setti hún skálina í vaskinn og fór að þvo kartöflurnar. Þetta var óþarfaverk, því að hún kærði sig ekki um mat og hann vildi heldur ekki borða. En henni var léttir að því að hafa eitthvað fyrir stafni. „Maður kemur heim og er góður,“ sagði hann aftur, en nú glöddu orðin hann ekki eins og áður. Hann leit í kringum sig og svipur hans varð næstum tómur. Orðin voru ekki lengur hengislá yfir höfði hans. Þau voru girðing milli hans og henn- ar. Hefði hún bara metið það einhvers að hann kom heim! hugsaði hann. Hefði hún verið þakklát fyrir ávextina. Ef hún vildi skilja, að hann hefði ekki aðeins fallið fyrir freistingunni, heldur einnig sigrazt á miklu, já, að hann hefði sigrazt á því allra-erfiðasta, þá stæði hann ekki hér með hatt og í frakka, þá væri hún í fangi hans núna. „Maður kemur heim og er góður," sagði hann. En nú voru orðin innantóm með öllu. Hann varð gripinn ör- væntingu. Guð minn góður, hugsaði hann, hve hjónaband okkar er fráleitt og misheppn- að. Og hve heimskur og mis- heppnaður ég er. Tyra hefði átt að fá annan mann. Allir segja að hún sé bezta konan hér um slóðir. Og ekki er húshaldið slælegt hjá henni! Því í and- skotanum er ég ekki eins góöur og hún? Af hverju get ég ekki fengið svolítið af staðfestu hennar? Hann leit á hana. Hún hafði bundið óhreina, röndótta svuntu utan yfir hvítu svuntuna og sat nú á stól með skálina í kjölt- unni. Á gólfinu við hliðina á sér hafði hún látið hvítt, emaill- erað fat með vatni í. Hún hélt á gulum kartöfluflysjungi og var búin að flysja margar kart- öflur. Með jöfnu millibili féllu hvítar, fallegar kartöflur í fatið. Hún flysjaði af nákvæmni, þannig að lítið fór til spillis, og stakk svört augun úr með oddinum. Brátt þakti flusið alL-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.