Úrval - 01.02.1956, Side 35

Úrval - 01.02.1956, Side 35
KEMUR HEIM OG ER GÓÐUR 33 Hún togaði í hann og saug sig fasta við munn hans. ,,Ó, hvað ég elska þig, hvað ég elska þig heitt!“ hvíslaði hún við vanga hans. „Fyrirgefðu mér. Þetta er mér að kenna. Trúðu mér. Ég elska þig svo óstjórnlega. Ég vil vera alveg eins og þú vilt hafa mig.“ Hann varð næstum allsgáður á einu augabragði. Það var eins og ískaldur fleinn væri rek- inn í gegnum hann. Hann varð svo altekinn blygðun, að hann gat hvorki andað né kingt. Hann fann, að gráturinn mundi yfir- buga hann, ef hún hætti ekki að hvísla þessum orðum í eyra hans. Ó! Hann hefði getað fórn- að lífi sínu fyrir að sjá hana glaða. Honum fannst hann ó- verðugur alls annars. Að faðma hana að sér, að kyssa hana: það var ekki hægt, það var ófyrir- gefanlegt. Hann hefði getað dá- ið fyrir hana, með því móti einu gat hann bætt fyrir sök sína. „Láttu ræfilinn róa“ sagði hann loðmæltur. „Lofaðu hon- um að fara í hundana." En hún dró hann að sófan- um. Hún færði hann úr frakk- anum og jakkanum og tók af honum flibbann. Þau lögðust út af og þrýstu sér hvort upp að öðru og lágu algerlega þögul í marga klukkutíma. Það losnaði um herzlið í sál þeirra. Hann vissi að hann hafði ekki breytzt. Hún vissi að hún hafði ekki breytzt. Bæði vissu að það sem gerzt hafði í kvöld, mundi end- urtaka sig, kannski næsta laug- ardag, kannski einhvern annan dag. En þessi vitneskja var ekki lengur þrándur á milli þeirra. Hún var þvert á móti til þess að þau fundu hvort annað í dýpri og fyllri nautn. Enslc reg'lusemi. Leikarinn Charles Laughton segir eftirfarandi sögu, sem hann segir að lýsi löndum sínum vel: „Þegar mér var falið að leika hlutverk Bligh skipstjóra í myndinni „Uppreisnin á Bounty", fór ég til klæðskerafirmans Gieves í Bond Street og spurði hvort ég gæti fengið upplýs- ingar um einkennisbúning, sem þeir hefðu eitt sinn saumað fyrir William Bligh skipstjóra. „Já, herra,“ svaraði afgreiðslumaðurinn. „Hvaða ár, svona hérumbil, var hann saumaður fyrir skipstjórann ?“ „Kringum 1789,“ svaraði ég. „Viljið þér bíða andartak, herra?“ Að vörmu spori kom maðurinn með gulnaðan kladda. Þar var ekki aðeins skráður einkennisbúningur Blighs, heldur einnig nákvæm lýsing á honum, jafnvel hve margir hnappar voru á honum, hve langt var á milli þeirra og hverjir voru hnepptir og hverjir aðeins til skrauts. Ég bað um nákvæmlega eins einkennisbúning — og fékk hann!“ — English Digest.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.