Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 35
KEMUR HEIM OG ER GÓÐUR
33
Hún togaði í hann og saug
sig fasta við munn hans.
,,Ó, hvað ég elska þig, hvað
ég elska þig heitt!“ hvíslaði hún
við vanga hans. „Fyrirgefðu
mér. Þetta er mér að kenna.
Trúðu mér. Ég elska þig svo
óstjórnlega. Ég vil vera alveg
eins og þú vilt hafa mig.“
Hann varð næstum allsgáður
á einu augabragði. Það var
eins og ískaldur fleinn væri rek-
inn í gegnum hann. Hann varð
svo altekinn blygðun, að hann
gat hvorki andað né kingt. Hann
fann, að gráturinn mundi yfir-
buga hann, ef hún hætti ekki að
hvísla þessum orðum í eyra
hans. Ó! Hann hefði getað fórn-
að lífi sínu fyrir að sjá hana
glaða. Honum fannst hann ó-
verðugur alls annars. Að faðma
hana að sér, að kyssa hana: það
var ekki hægt, það var ófyrir-
gefanlegt. Hann hefði getað dá-
ið fyrir hana, með því móti einu
gat hann bætt fyrir sök sína.
„Láttu ræfilinn róa“ sagði
hann loðmæltur. „Lofaðu hon-
um að fara í hundana."
En hún dró hann að sófan-
um. Hún færði hann úr frakk-
anum og jakkanum og tók af
honum flibbann. Þau lögðust út
af og þrýstu sér hvort upp að
öðru og lágu algerlega þögul
í marga klukkutíma. Það losnaði
um herzlið í sál þeirra. Hann
vissi að hann hafði ekki breytzt.
Hún vissi að hún hafði ekki
breytzt. Bæði vissu að það sem
gerzt hafði í kvöld, mundi end-
urtaka sig, kannski næsta laug-
ardag, kannski einhvern annan
dag. En þessi vitneskja var ekki
lengur þrándur á milli þeirra.
Hún var þvert á móti til þess
að þau fundu hvort annað í
dýpri og fyllri nautn.
Enslc reg'lusemi.
Leikarinn Charles Laughton segir eftirfarandi sögu, sem hann
segir að lýsi löndum sínum vel:
„Þegar mér var falið að leika hlutverk Bligh skipstjóra í
myndinni „Uppreisnin á Bounty", fór ég til klæðskerafirmans
Gieves í Bond Street og spurði hvort ég gæti fengið upplýs-
ingar um einkennisbúning, sem þeir hefðu eitt sinn saumað
fyrir William Bligh skipstjóra.
„Já, herra,“ svaraði afgreiðslumaðurinn. „Hvaða ár, svona
hérumbil, var hann saumaður fyrir skipstjórann ?“
„Kringum 1789,“ svaraði ég.
„Viljið þér bíða andartak, herra?“
Að vörmu spori kom maðurinn með gulnaðan kladda. Þar
var ekki aðeins skráður einkennisbúningur Blighs, heldur
einnig nákvæm lýsing á honum, jafnvel hve margir hnappar
voru á honum, hve langt var á milli þeirra og hverjir voru
hnepptir og hverjir aðeins til skrauts.
Ég bað um nákvæmlega eins einkennisbúning — og fékk
hann!“ — English Digest.