Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 36
Víðkunnur kínverskur heimspeking'ur og
rithöfundur segir frá endurminn-
ingum sínum —
Um áramótasiði í Kína.
Grein úr „UNESCO Courier",
eftir Lin Yutang.
G ólst upp í sveitaþorpi langt
inni í landi. Það var um
aldamótin. Ekkjudrottningin í
Manchu sat enn á veldisstóli og
siðir fólksins höfðu ekki breytzt.
Eins langt aftur og ég man
hlakkaði ég til nýársins í marg-
ar vikur, á svipaðan hátt og
vestræn börn hlakka til jólanna.
Ekki vegna þess að ég ætti von
á gjöfum, heldur vegna undir-
búnings undir hátíðahöldin
heima. Mamma byrjaði á því að
mala hrísmjöl í heimakvörninni;
það átti að fara í nienkao, eða
nýársbúðinginn, sem búinn var
til úr hrísmjöli, næpum og
þurrkuðum rækjum. Eftirvænt-
ingin var mikil, því að þetta
var aðeins gert einu sinni á ári.
Systur mínar hjálpuðu móður
minni við mölunina, sem fór
fram milli tveggja láréttra
myllusteina, um hálfan metra í
þvermál, og var efri steininum
snúið með trésveif, sem hékk
neðan úr loftinu. Þetta var mik-
ið vandaverk, en skemmtilegt.
Það var lítið gat á efri steinin-
um, og meðan einn sneri stein-
inum var annar til taks að ausa
hrísgrjónum og vatni með post-
uiínsskeið ofan í gatið um leið
og það bar að. Auðvitað heimt-
aði ég að fá að láta hrísgrjón
í gatið, og sjálfsagt hef ég brot-
ið fleiri en eina postulnísskeið
á því.
Hið næsta sem ég man er,
að ég var að berjast við að sofna
ekki fyrr en gamla árið var
liðið og hið nýja gengið í garð.
Það var siður, að öll fjölskyld-
an væri á fótum fram yfir mið-
nætti, og að lokinni dýrindis
kvöldmáltíð, sem var m. a.
steiktur skelfiskur og sívöl
kaka, gerð úr ýmsum smátt
söxuðum efnum og vafin inn-
an í svínamör. Kveikt var á
rauðum kertum á miðborðinu
við vegginn. Við sungum sálma
og báðum bænir, því að við vor-
um kristin. Faðir minn, sem var
mesti æringi, sagði skrítlur og
allir voru gátir og glaðir, því
að við börnin vorum mörg.
Að lokum sigraði svefninn
mig og það næsta sem ég man
var eftirvæntingin að morgni
nýársdags, því að þá átti ég að
fá að fara í svart silkipils og
rósótt vesti. í þessum skartbún-
ingi fengu yngstu börnin að
vera aðeins einu sinni á ári.
Pabbi og mamma klæddu sig