Úrval - 01.02.1956, Side 42

Úrval - 01.02.1956, Side 42
40 URVAL dauðhreinsaðri stoppunál. Hún náði öllum óhreinindum úr sár- inu og hagræddi hold- og sina- trefjunum eftir mætti. Eins fór hún að með fæturna, og á eftir vöfðum við bæði fætur og væng með grisju. Til frekara öryggis lögðum við vænginn að bolnum og brugðum utan um belti af gamalli regnkápu og létum síð- an gæsina í rúmgóðan kassa með þurru heyi í. Við sváfum ekki mikið þessa nótt; gassinn hélt okkur vak- andi með örvæntingarfullu gargi sínu. 1 dögun fjarlægðist garg- ið. Við fórum út og sáum þá, að hann flaug norður eftir í stórum sveig í leit að maka sínum. Hann nálgaðist aftur, en kom nú ekki eins nærri og áður. Svo hækkaði hann flugið og flaug enn í norður og nú lengra en í fyrra skiptið. Enn flaug hann í sveig suður á bóginn, en bersýnilegt var, að hann vissi ekki lengur hvar hann ætti að leita maka síns. Svo var eins og hann tæki skynilega ákvörð- un: hann tók stefnuna í norð- vestur og hélt því striki unz hann hvarf okkur úr augsýn. ,,Þá er hún búin að missa maka sinn,“ sagði ég og leit á Betty. Betty andvarpaði og leit meðaumkunaraugum á meðvit- undarlausa gæsina í kassanum. Undir kvöldið bærði gæsin á sér. Hún lyfti höfðinu og leit í kring um sig, í fyrstu rugluð, en síðan með skelfingu. Svo rak hún upp langdregið garg og lagði við hlustirnar á eftir. En ekkert svar kom. Þá skreið hún í of- boði upp úr kassanum og út um opnar dyrnar. En máttur henn- ar var ekki meiri en svo, að hún hneig niður rétt fyrir utan dyrn- ar. En höfðinu hélt hún uppi og gargaði án afláts. Betty tók hana varlega upp. ,,Þú kemst ekkert núna, vesling- urinn,“ sagði hún. „Bíddu þang- að til þú ert gróin sára þinna.“ En gæsin brauzt um og reyndi að losa sig, unz hana þvarr máttur að nýju, og Betty lagðí hana aftur í kassann. Skál með höfrum og mjólk hafði verið sett fyrir hana, en hún fékkst ekki til að éta. Skömmu seinna fór ég í gönguför og þegar ég kom aftur tveim tímum síðar, tók Betty brosandi á móti mér með tóma skálina. „Sjáðu, hún er búin úr henni!“ sagði hún. Við litum á gæsina og eftir stundarþögn sagði Betty: „Andlit hennar minnir mig á stúlku sem ég þekkti í skóla og kölluð var Jinty.“ Ég hló og sagði: „Við skulum þá kalla hana Jinty.“ Jinty át nokkrum sinnum um kvöldið og henni óx óðfluga þróttur. Morguninn eftir sett- um við hana út í sólina. Hún tqk undir eins að haltra í norð- urátt, eins og hún ætlaði að hefja ferð sína að nýju, en eymslin í fótunum stöðvuðu hana og hún lagðist niður í grasið og kúrði þar allan dag- inn. Öðru hvoru rak hún þó
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.