Úrval - 01.02.1956, Side 46

Úrval - 01.02.1956, Side 46
44 ÚRVAL hún blakaði oft vængjunum til að þjálfa þá. Mig tók sárt að sjá hve mikið skorti á að sjúki vængurinn gæti lyft henni til flugs. Ég örvænti um að hún gæti nokkurn tíma hafið sig tii flugs og ég sá að Betty var eins innanbrjósts. Ungarnir voru nú alfleygir og gassinn flaug stundum með þeim inn yfir land eða út yfir sjó, en á meðan hljóp Jinty um gargandi og blakaði vængjunum. Við Betty litum hvort á annað þegj- andi en hugsuðum það' sama. Betty eyddi enn meiri tíma en áður í að nudda hnýttar sinarn- ar og teygja vænginn. Jinty fann til og lét illa, en Betty linaði ekki tökin. Hún háði ein- beitt kapphlaup sitt við tímann. Veðrið fór kólnandi og fréttir bárust af snjó í Norðurskot- landi. Gæsimar tóku að ókyrr- ast og voru mikið á ferli á nóttunni. Eina nótt í þriðju viku október vakti Betty mig. Ég spurði hana syf jaður hvað væri um að vera. „Uss,“ sagði hún, ,,hlustaðu.“ Ég glaðvaknaði. í kyrrð næt- urinnar heyrðum við blaðrir í gæsaf jölskyldunni. En þegar hlé varð á skrafi þeirra heyrðum við í fjarska gagg í gæsum á langflugi. ,,Heyrirðu?“ sagði Betty. „Það eru villigæsirnar á leið suður“. 1 sömu svifum ráku gæsirnar okkar upp skræki og ég heyrði hljómmikla rödd Jins yfirgnæfa raddir hinna. Ég settist upp. Skrækimir dofnuðu lítið eitt, en færðust svo aftur í aukana. Svo heyrði ég vængjaþyt yfir vagninum. Ég leit á Betty. „Þær eru farnar!“ sagði ég. Betty henti sér yfir mig, stökk fram á gólf og hljóp út. Ég fór út á eftir henni. Úti stóð Betty berfætt í votu grasinu og starði á silfurbjört skýin í tungl- skininu. Þegar ég leit upp voru gæsirnar komnar nærri kíló- metra í burtu og næstum horfn- ar á bak við syðri höfðann, en ég leit ekki í þá átt. Ég horfði kvíðafullur niður í fjöruna og allt í kringum mig í leit að Jinty. Meðan ég var að svipast um heyrðist gargið í gæsunum aftur og þær komu í liós fram undan höfðanum. Betty hafði betri sjón en ég og sá þær á undan mér. Ég heyrði hana grípa andann á lofti og svo hrópaði hún: „Sex! Jinty er á flugi! Ó, Jinty er á flugi!“ Úm leið og hún hrópaði þetta sá ég gæsirnar og skammri stundu síðar flaug hópurinn yfir höfuð okkar. Þær voru þarna allar með tölu, flugu oddaflug með Jin í fararbroddi. Ég rak upp óp af einskærum fögnuði. Gæsirnar flugu annan hring og hækkuðu stöðugt flugið. Þessu hringflugi héldu þær á- fram unz þær voru komnar svo hátt, að við rétt eygðum þær. Þá tóku þær stefnu í suður og vom brátt horfnar úr augsýn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.