Úrval - 01.02.1956, Side 49

Úrval - 01.02.1956, Side 49
TÖTRAMENN PARlSAR 47 er aðeins fótmál í burtu — fót- mál sem hann á auðveldara með að stíga en nokkur annar. Þetta er það sem greinir hann frá mönnum, sem lifa við svipaða eymd, atvinnulausum verka- mönnum til dæmis. Atvinnuleys- ingin hefur ekkert að lifa af, tötramaðurinn lifir á engu. At- vinnuleysinginn eða afbrota- maðurinn eru í uppreisn gegn samfélaginu, en í þeim tilgangi að fá um síðir inngöngu í það að nýju. Þannig er því ekki far- ið um tötramanninn. Hann er kominn þangað, sem samfélagið nær ekki til hans —• of smár fiskur til þess að hann festist í netinu. Þó að lögreglan verði naum- ast sökuð um að sóa tíma sín- um í heimspekilegar, félagsleg- ar eða sálfræðilegar hugleiðing- ar, gerir hún sér grein fyrir þessum mun og lætur jafnan meinlausa tötramenn afskipta- lausa, lokar jafnvel augunum fyrir minniháttar misgerðum þeirra og hnupli. Og þannig fá þeir óáreittir að draga fram líf- ið, hnupla tötrum, rétta fram hendurnar eftir náðarbrauði frá þeirn, sem leggja stund á góð- gerðastarfsemi, leita uppi staði þar sem vesalingum stendur til boða ókeypis súpa, en geta þó lifað matarlausir dögum saman. Stundum vinna þeir á nóttunni við affermingu vörubíla í Les Halles, eða á sumrin við upp- skeru bauna og' tómata í um- hverfi Parísar, en aldrei svo lengi að reglubundið líf fái tóm til að orka á hugi þeirra. Hugi? Hugur þeirra hefur skroppið saman í óendanlega smæð þess sem nægir til að fullnægja þörf- um þeirra. Heimurinn sem slík- ur hefur tapað öllum tilgangi sínum. Tötramaður var spurð- ur: „Hvenær var Jesús Kiúst- ur uppi?“ Hann svaraði: ,,Á þeim tíma voru Ameríkumenn ekki til.“ Ferðin frá þeirri stundu þeg- ar normal maður tekur að sökkva og þangað til hann er kominn til botns, þ. e. orðinn fullgildur tötramaður, er engin lystireisa. Á leiðinni niður kem- ur það stundum fyrir, að ör- væntingin grípur hann kverka- taki, eins og drukknandi mann sem berst um og stendur á önd- inni: hann stöðvar vegfarendur, móðgar þá og sjálfan sig, kallar þá til vitnis, gerir þá jafnvel samseka, um niðurlægingu sína. Aðeins á þessu stigi er tötra- maðurinn talinn hvumleiður. Oft lýkur því með sjálfsmorði, því að hafa ber hugfast, að ekki eru allir færir um að gerast tötra- menn. En ef hann kemst lifandi yfir þetta stig, kemst hann brátt í sátt við umhverfi sitt. Öll innri þensla hverfur. Öðru hverju vaknar hann af doðan- um og minnist fortíðarinnar, líkt og deyjandi maður, sem fær meðvitund í nokkrar mínút- ur og talar við mann næstum af fullu viti, og síðan leggst doðinn yfir hann aftur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.