Úrval - 01.02.1956, Síða 49
TÖTRAMENN PARlSAR
47
er aðeins fótmál í burtu — fót-
mál sem hann á auðveldara með
að stíga en nokkur annar. Þetta
er það sem greinir hann frá
mönnum, sem lifa við svipaða
eymd, atvinnulausum verka-
mönnum til dæmis. Atvinnuleys-
ingin hefur ekkert að lifa af,
tötramaðurinn lifir á engu. At-
vinnuleysinginn eða afbrota-
maðurinn eru í uppreisn gegn
samfélaginu, en í þeim tilgangi
að fá um síðir inngöngu í það
að nýju. Þannig er því ekki far-
ið um tötramanninn. Hann er
kominn þangað, sem samfélagið
nær ekki til hans —• of smár
fiskur til þess að hann festist
í netinu.
Þó að lögreglan verði naum-
ast sökuð um að sóa tíma sín-
um í heimspekilegar, félagsleg-
ar eða sálfræðilegar hugleiðing-
ar, gerir hún sér grein fyrir
þessum mun og lætur jafnan
meinlausa tötramenn afskipta-
lausa, lokar jafnvel augunum
fyrir minniháttar misgerðum
þeirra og hnupli. Og þannig fá
þeir óáreittir að draga fram líf-
ið, hnupla tötrum, rétta fram
hendurnar eftir náðarbrauði frá
þeirn, sem leggja stund á góð-
gerðastarfsemi, leita uppi staði
þar sem vesalingum stendur til
boða ókeypis súpa, en geta þó
lifað matarlausir dögum saman.
Stundum vinna þeir á nóttunni
við affermingu vörubíla í Les
Halles, eða á sumrin við upp-
skeru bauna og' tómata í um-
hverfi Parísar, en aldrei svo
lengi að reglubundið líf fái tóm
til að orka á hugi þeirra. Hugi?
Hugur þeirra hefur skroppið
saman í óendanlega smæð þess
sem nægir til að fullnægja þörf-
um þeirra. Heimurinn sem slík-
ur hefur tapað öllum tilgangi
sínum. Tötramaður var spurð-
ur: „Hvenær var Jesús Kiúst-
ur uppi?“ Hann svaraði: ,,Á
þeim tíma voru Ameríkumenn
ekki til.“
Ferðin frá þeirri stundu þeg-
ar normal maður tekur að
sökkva og þangað til hann er
kominn til botns, þ. e. orðinn
fullgildur tötramaður, er engin
lystireisa. Á leiðinni niður kem-
ur það stundum fyrir, að ör-
væntingin grípur hann kverka-
taki, eins og drukknandi mann
sem berst um og stendur á önd-
inni: hann stöðvar vegfarendur,
móðgar þá og sjálfan sig, kallar
þá til vitnis, gerir þá jafnvel
samseka, um niðurlægingu sína.
Aðeins á þessu stigi er tötra-
maðurinn talinn hvumleiður. Oft
lýkur því með sjálfsmorði, því
að hafa ber hugfast, að ekki eru
allir færir um að gerast tötra-
menn. En ef hann kemst lifandi
yfir þetta stig, kemst hann
brátt í sátt við umhverfi sitt.
Öll innri þensla hverfur. Öðru
hverju vaknar hann af doðan-
um og minnist fortíðarinnar,
líkt og deyjandi maður, sem
fær meðvitund í nokkrar mínút-
ur og talar við mann næstum
af fullu viti, og síðan leggst
doðinn yfir hann aftur.