Úrval - 01.02.1956, Page 58
56
LTR VAL
hún helzta stefnumál stjórnar-
innar.
Þjóðfélagsbyggingin sjálf er
mjög svipuð því sem var í
Suðurríkjum Bandaríkjanna áð-
ur fyrr. (Ösjaldan heyrði ég
hvíta þjóðernissinna segja:
„Hvernig haldið þér að ástand-
ið væri í yðar landi ef kynþátta-
hlutföllunum væri snúið við, ef
negrarnir væru 142 milljónir en
hvítir menn aðeins 16 milljón-
ir?“) Hvítur ayartheid,-sinni
tekur ekki í hönd á svertingja
eða Indverja og kallar hann
ekki „herra“ (mister). Afríku-
mönnum er yfirleitt ekki leyft
að nota lyftur í opinberum
byggingum. Leikhús og bíó x
hjarta Jóhannesborgar eru að
sjálfsögðu lokuð negrum, svo og
opinber bókasöfn. Einu bóka-
söfnin, sem opin eru öllum, eru
bókasafn upplýsingadeildar
Bandaríkjanna og háskólanna í
Höfðaborg og Witwatersrand.
Sérstakir leigubílar og stræt-
isvagnar eru fyrir hvíta menn
og aðrir fyrir svarta. Indverj-
ar og kynblendingar mega vera
uppi í strætisvögnum hvítra
manna eða í öftustu sætunum.
Á biðstöðvum strætisvagna í
íbúðarhverfum eru skýli fyrir
hvíta menn, en þeldökkir verða
að standa úti, hvernig sem viðr-
ar. I næturlestum hafa Afríku-
menn sérklefa; þeim er ekki
heimill aðgangur að matar-
vögnum og þeir nota ábreiður,
sem allar eru eins á litinn og
merktar ,,N.E.“ (Non-Eui’opean
— ekki Evrópumaður).
Afríkumönnum eru lokuð
næstum öll fagleg störf, og það
er afbrot ef þeldökkur námu-
maður yfirgefur vinnu sína eða
gerir verkfall. Með öx’fáum und-
antekningum er þeim ekki leyft
að eiga hús í borgunum. Helzta
boðorð apartheid er að koma
í veg fyrir að Afríkumenn fái
nokkursstaðar fótfestu.
Einu Afríkumenn innan Sam-
bandsríkisins, sem hafa raun-
verulega kosningarrétt er lítill
hópur — um 4000 manns — í
Höfðaborgarhéraði. Og þeir
mega aðeins kjósa hvíta þing-
menn (þrjá) sem eiga að gæta
hagsmuna þeirra í þinginu. Auk
þess eru átta öldungadeildar-
þingmenn (f jórir kosnir og f jór.
ir tilnefndir af ríkisstjórninni),
sem eru fxxlltrúar hinna 9.000,-
000 Afríkumanna. Þó að þessir
fulltrúar blökkumanna séu allir-
af vilja gerðir geta þeir — 8 af
207 þingmönnum — næsta litlu
til leiðar komið fyrirumbjóðend-
ur sína.
Menntunarástandið er höi’mu-
legt. Þess ber að minnast, að
í Suðurafríku hafa verið trú-
boðsskólar í meira en tvær aldir;
það er eitt af þeim fáu lönd-
um á meginlandi Afríku þar
sem finna má innborna menn af
þriðju kynslóð skólagenginna
manna. Um 40% barna á skóla-
skyldualdri ganga í skóla, og
er það ekki lág tala miðað við
önnur lönd álfunnar. En næst-