Úrval - 01.02.1956, Side 59
SUÐURAFRlKA I TÁKNI ÖTTANS
57
um óyfirstíganlegar hindranir
hafa verið lagðar í götu inn-
borinna unglinga, sem vilja
stunda framhaldsnám.
Háskólanám er að áliti hvítra
þjóðernissinna sérréttindi hvítra
manna. I desember 1953 boðaði
dr. Malan þá ætlun sína, að loka
háskólunum í Höfðaborg og
Witwatersrand fyrir innborn-
um nemendum, en þeir voru
tveir af þeim fjórum háskólum
landsins, sem stóðu opnir inn-
bornum mönnum. I maí 1955
var al-afrísku deildinni við Suð-
urafríku háskólann lokað „um
stundarsakir", þegar stúdentar
mótmæltu mismun kynþátta.
Allt útlit er því fyrir, að æðri
menntun verði innbornum mönn-
um lokuð í framtíðinni.
En þær hömlur sem langharð-
ast koma niður á almenningi af
þeldökku kyni, eru lögin sem
skylda þá til að bera einskonar
vegabréfabók, þar sem lesa má
æviferilsskýrslu handhafans.
Án þessarar bókar getur eng-
inn fengið atvinnu í borgum
landsins. Og lögin, sem kveða
á um ferðafrelsi innborinna
manna eru ákaflega flókin.
Sá maður, sem er einna fróð-
astur um lög er varða innborna
menn í landinu, hefur lýst því
hvernig innbornum mönnum er
næstum ókleift að hlýða lögun-
um, þótt þeir séu allir af vilja
gerðir. Hann skrifar: „Núver-
andi réttarstaða innborinna
manna er þannig, að lögreglan
getur hvenær sem er handtekið
hvern þeirra sem er á aðalgötu
Jóhannesborgar, og mun engum
saksóknara verða skotaskuld úr
því að finna lagafyrirmæli, sem
hann hefur gerzt brotlegur við.“
Eitt árið fyrir skömmu voru
968.593 manns handteknir fyrir
brot á vegabréfalögunum og
861.269 dæmdir. Augljóst er,
hve mikinn kostnað svo ofboðs-
legur málarekstur hefur í för
með sér. En apartheid-stefnan
verður ekki framkvæmd án
vegabréfabókanna, með öðru
móti verður daglegu eftirliti með
innbornum mönnum ekki við
komið.
Opinberir embættismenn, sem
verja apartheid, færa ýmislegt
fram sér til málsbóta: (1) Þel-
dökkum mönnum er yfirleitt
ekki mismunað í verzlun; m.ö.o.
hafi þeldökkur maður peninga,
er hann frjáls að því að eyða
þeim. (2) Á mælikvarða inn-
borinna manna eru laun þeirra
há. Ella, segja þessir talsmenn
ríkisstjórnarinnar, mundu þau
hundruð þúsunda manna, sem
flutzt hafa inn í landið að norð-
an, ekki hafa komið og setzt
þar að. (3) Stjórnin leggur
fram mikið fé til skólamála.
Þeldökk börn eiga greiðari að-
gang að skólum í Suðurafríku
en í flestum öðrum löndum álf-
unnar sunnan Sahara. (4) Vísir
að blaðaútgáfu þeldökkra
manna er í landinu. (5) Negrar
eru teknir í lögregluna (þeim er
þó ekki leyft að bera skotvopn
og mega ekki handtaka hvíta.