Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 66

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 66
64 ÚRVAL mennirnir gjafir Oyilinne fyrir framan hús bróður míns svo að allir mættu dást að þeim. Því næst kom sjálf vígsluathöfnin, sem var stutt. Meðan stóð á brúðkaupsmáltíðinni, sem brúð- hjónin, nánasta skyldulið og tignustu gestir tóku þátt í, var brúðgumahum rétt glas af víni. Hann bergði á því og rétti það brúði sinni yfir borðið. Hún hneigði sig með því að beygja hægra hnéð, dreypti á víninu og rétti honum glasið aftur. Þar með var vígsulathöfninni lokið og hófst þá brúðkaupsveizlan með áti og drykkju og hvers- kyns skemmtan. Árið sem nú fór í hönd, sner- ust daglegar umræður við hirð- ina um nýtt málefni. Oyilinne uppfyllti sem eiginkona allar þær vonir, sem f jölskyldan hafði bundið við hana, nema að einu leyti: óvenjulöng bið varð á því að tilkynnt væri að hún ætti von á bami. Loks barst út fregn: Oyilinne hafði komið til móður minnar og borið upp við hana vandræði sín. Sem skyldurækin eiginkona hafði hún bætt við: ,,Ég held að hann ætti að fá sér aðra konu, sem fært getur fjölskyldunni meiri heiður." Móðir mín hafði sagt henni, að of snemmt væri að gefa upp alla von. Samt sem áður viðurkenndi hún, að tillaga Oyi- linne væri skynsamleg. Idiong fékk sér því aðra konu, sem valin var af jafnmikilli um- hyggju og hin fyrri. Oyilinne tók sjálf þátt í því vali, þar eð hún þekkti vel smekk Idiongs. Þegar brúðurin hafði verið val- in, var brúðkaupið haldið á venjulegan hátt. En á næsta ári gat Oyilinne kunngert, að hún ætti von á barni. Skylduiið hennar og vin- konur, og þó einkum maður hennar, sýndu henni mikla um- hyggju og færðu henni oft góð- ar gjafir og margskonar lostæti. Á níunda mánuði var móðir Oyi- linne kvödd til, og bjó hún í sér- stöku húsi með þernum sínum fram yfir fæðinguna. Margar konur voru viðstadd- ar fæðinguna, ættingjar og lærð- ar ljósmæður. Enginn karlmað- ur, ekki einu sinni eiginmaður- inn, mátti vera nærri. Karlmenn fjölskyldunnar urðu að bíða i ákveðinni fjarlægð þangað til þeir heyrðu hljóðin, sem boð- uðu komu barnsins í heiminn. Um leið og veikur barnsgrátur barst að eyrum okkar, opnaði kona dyrnar og gaf hið hátíð- lega merki um að sonur væri fæddur. Idiong skundaði inn í húsið og karlmennirnir í fjöl- skyldu minni óskuðu hver öðr- um til hamingju. Ný kynslóð var gengin fram í hinni eilífu hring- rás lífsins í hinum ævaforna kynþætti okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.