Úrval - 01.02.1956, Page 75
BÖRN 20. ALDARINNAR ERU 200.000 ÁRA GÖMUL
73
inguna um arfgengi áunninna
eiginleika. Þetta er þeim mun
undarlegra sem það voru ein-
mitt ,,afturhaldssinnar“ er um
langt skeið skírskotuðu til gildis
,,áunninna eiginleika“ til stuðn-
ings þeirri skoðun sinni, að fé-
lagsleg og efnahagsleg stétta-
skipting væri einnig líffræðileg.
Þeir héldu því fram, að harn
sem fæðist í verkamannafjöl-
skyldu og á í ætt sinni nær ein-
göngu verkamenn, sýni minni
hæfileika til menntunarstarfa
en barn í menntamannafjöl-
skyldu — einmitt af því að hið
síðarnefnda hefur tekið að erfð-
um hæfileika, sem þjálfun for-
feðranna hafði áunnið þeim. Að
áliti þessara manna þarf þróun
margra kynslóða til þess að
einstaklingur geti komizt á hátt
menningarstig.
Allt er þetta að sjálfsögðu
algerlega andstætt því sem líf-
fræðin kennir. Barnið sem fæð-
ist, ber ekki í sér nein merki
um ,,fortíð“ forfeðra sinna —
það er algerlega óskrifað blað,
ef svo mætti segja. Lifnaðar-
hættir forfeðranna hafa engin
áhrif á barnið, hvorki til góðs
né ills.
Glöggt dæmi um það, að menn
geti komizt á mjög hátt menn-
ingarstig, jafnvel þó að forfeð-
ur þeirra hafi aldrei komizt í
kynni við siðmenningu, er að
finna í hinni stórmerku bók hins
kunna sálfræðings Henri Piér-
on: De l’Animal á l’Homme
(Prá dýri til manns).
Guayaquil kynþátturinn í
Paraguay stendur á mjög lágu
menningarstigi. Menning þeirra
nefnist ,,hunangsmenning“ af
því að þeir lifa að mestu leyti
á hunangi villtra býflugna, sem
þeir leita uppi í holum trjám.
Eitt sinn fundu landkönnuðir
nokkrir Guayaquil þorp, sem
hafði verið yfirgefið. Indíánarn-
ir höfðu skilið eftir lítið stúlku-
barn, á að gizka tveggja ára.
Þjóðfræðingurinn Vellard tók
hana í fóstur og fól hana um-
sjá móður sinnar. Þannig at-
vikaðist það, að þetta Indíána-
barn var alið upp á miklu menn-
ingarheimili og varð með aldri
og þroska að menntaðri nútíma-
stúlku á vestræna vísu. Hún tal-
ar mörg tungumál, hefur unnið
merkilegt vísindastarf í þjóð-
fræði, m. a. í samvinnu við
fóstra sinn — og nú eru þau
gift!
Hér sjáum við, eins og Piéron
bendir réttilega á, glöggt dæmi
um það, að maðurinn þarfnast
ekki ,,menningararfs“ frá for-
feðrum sínum til þess að kom-
ast á hátt menningarstig. Við
þurfum ekki annað en að bera
saman hina frumstæðu menn-
ingu Guayaquil Indíánanna og
Krómagnonmannsins — sem án
efa hefur verið „lengra kom-
inn“ en Guayaquil Indíánarnir
— til þess að komast að þeirri
niðurstöðu, að ef við fyrir eitt-
hvert kraftaverk fyndum Kró-
magnon ungbarn og ælum það
upp eins og okkar eigin börn,