Úrval - 01.02.1956, Page 76

Úrval - 01.02.1956, Page 76
74 ÚRVAL mundi það laga sig eins vel og þau að hinu margbrotna sið- menningarlífi nútímans. P. B.: Ef ekki er þannig nein von til þess að það sem for- eldrar hafa áunnið sér komist nokkurn tíma inn í erfðastofna afkvæma þeirra, verðum við að álykta, að börn hverrar nýrrar kynslóðar séu ekki betur undir það búin en foreldrar þeirra, að mæta hinum síauknu kröfum siðmenningarinnar. Eftir því sem heimurinn eldist og mann- lífið verður margbrotnara, neyð- ast börnin — sem eru í engu frábrugðin forfeðrum sínum er uppi voru fyrir hundruðum ár- þúsunda — til þess að tileinka sér á sama tuttugu ára þroska- og lærdómsskeiði námsefni er sífellt gerist flóknara og yfir- gripsmeira. Fyrst þessu er svona farið, hlýtur þá ekki að koma að því að þetta verði mannanna börnum ofvaxið, að mælirinn fyllist svo að út úr flóir? Er ekki viðbúið, að af- leiðing þessa ástands verði sú, að sífellt fleiri einstaklinga bresti getu til þess að rísa undir þessu og geðveiklun fari í vöxt? J. R.: Það er vel hugsanlegt. En við skulum vona, að skyn- sarnleg rannsókn á geðlífi mannsins geri okkur kleift að sjá fyrir hve langt samfé- lagið má ganga í kröfum sínum án þess að einstaklingurinn bíði t jón af. Ef til vill auðnast okkur einnig að losa ögn um böndin, sem samfélagið leggur á ein- staklinginn. Stundum eru fram- farir í því fólgnar að losa um höft. Gleymum því heldur ekki, að sérhver heilbrigður maður býr yfir miklum aðlögunarhæfi- leika, ef hann hefur ekki verið klaufalega meðhöndlaður í bernsku og æsku og heilbrigður eðlisþroski hans þannig heftur, en því miður eru uppeldisað- ferðir okkar næstum alltaf þannig. Eg held að gera megi miklar kröfur til mannsins, ef við byrjum ekki á því að mis- þyrma honum og draga úr hon- um kjark meðan hann er barn. P. B.: Þér hafið skrifað: „Líkamleg arfleifð vor er stöð- ugri og fastmótaðri en megin- land.“ Ef einstaklingarnir eru alla jafnan grimmilega úr lagi færðir fyrir áhrif ófullkomins mannlegs samfélags, sem mótar okkur frá fæðingu, má þá ekki, þegar öllu er á botninn hvolft, telja það mikið lán, að sérhver okkar skuli byrja frá grunni, með persónuleika sinn óspillt- an? Veitir þessi eilífa æska mannsins honum ekki mögu- leika til þess að lifa lengi á jörðinni? Þegar alls er gætt, er þá ekki heppilegt, að hið líf- fræðilega í manninum skuli vera óháð hinu menningarlega ? J. R.: Það er um óarfgengi áunninna eiginleika eins og flest annað, að það hefur bæði kosti og galla. Ég viðurkenni, að fljótt á litið virðist ástæða til að harma það, að menningar- þróun skuli ekki festa rætur í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.