Úrval - 01.02.1956, Page 80

Úrval - 01.02.1956, Page 80
78 ÚR VALl „Ég kannast ekkert við hann,“ sagði frúin undrandi. Guð minn góður, og hefur hann unnið Nóbelsverðlaunin? Fyrir hvað, svo sem?“ Bunin, sem er eini rússneski rithöfundurinn, er hlotið hefur Nóbelsverðlaun, bjó þá í eymd og örbyrgð sem flóttamaður í París. Hann kom til Stokkhólms, tók við peningunum, hvarf aft- ur til Parísar og fór á eitt meiri- háttar fyllirí. Ári seinna átti hann ekki einn eyri eftir af verðlaunum. Shaw tók ekki á móti verð- launum sínum. Hann gaf þau til stofnunar ensk-sænsks bók- menntasjóðs. Um verðlaunaféð sagði hann, að það væri „björg- unarbelti, sem kastað er til sund- manns, er þegar hefur bjargað sér heill á húfi til lands“. Sillanpáá, Finninn, var, eins og margir aðrir verðlaunahafar, á annarri skoðun en Shaw. Þeg- ar hann hlaut verðlaunin 1939, stóð finnsk-rússneska stríðið sem hæst og loftárásir voru tíð- ar á Helsingfors, þar sem hann átti heima. En þrátt fyrir loft- árásarhættuna sendi hann börn- in sín sjö út á götu til þess að kunngjöra, að faðir þeirra væri orðinn ríkur. Börnin hlupu umgöturnar oghrópuðu: „Pabbi er orðinn ríkur! Húrra! Pabbi er orðinn ríkur!“ Knut Hamsun var í f járkrögg- um, þegar hann hlaut verðlaun- in 1920. Hann varð svo kátur þegar hann fékk tíðindin, að hann ákvað að gera sér ærlega- glaðan dag. Kvöldið sem hann tók á móti verðlaununum, hófst hálfsmánaðar drykkja. I galsa gekk hann að einum virðulegum meðlim sænsku akademíunnar og tók kröftuglega í vangaskegg' hans; síðan gekk hann reikulum skrefum til Selmu Lagerlöf, er einnig var meðlimur akademí- unnar, gaf henni selbita í síð- una, svo að söng í lífstykkinu hennar. „Þetta hljómar eins og~ bjöllubauja," sagði hann, „ég hlýt að hafa tekið vitlausan kúrs!“ Ernest Hemingway hlaut verðlaunin í fyrra fyrir bókina Gamli maðurinn og hafið. ,,— bók sem ég skrifaði af því að ég var blankur," sagði hann. Þegar Halldór Kiljan Lax- ness, Nóbelsverðlaunahöfundur- inn í ár, frétti að hann hefði fengið verðlaunin, sem nema 590.000 króna, lét hann svo ummælt við blaðamenn, að skattayfirvöldin myndu senni- lega taka 90% af verðlaunun- um. „Ég er að hugsa um að kaupa brennivín fyrir afgang- inn,“ sagði hann. Ameríkumaðurinn Sinclair Lewis, sem fékk verðlaunin 1930, sagði: „Ég ætla að nota peningana til að styrkja ungan, efnilegan rithöfund.“ Hann átti við sjálfan sig. Ekki var hann fyrr kominn til Stokkhólms en upphófst mikil brennivíns- drykkja. Fullyrt er, að eftir verðlauna-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.