Úrval - 01.02.1956, Page 81

Úrval - 01.02.1956, Page 81
GLENS OG GAMAN UM NÓBELSVERÐLAUNAHÖFUNDA 79 afhendinguna hafi Sinclair Lewis hrósað konunginum fyrir að hann skyldi geta haldið sér vakandi þá tvo tíma sem hin hátíðlega athöfn stóð yfir í Hljómleikahöllinni. Og Lewis bætti við: „Ég var nær dauða en lífi af löngun í snaps. Voruð þér það ekki líka?“ f veizlunni, sem konungur heldur alltaf í höll sinni að lokinni verðlaunaafhendingu, reyndi Lewis að kveikja sér í sígarettu undir borðum, til þess að reyna að hafa hemil á óstýri- látri lífsgleði sinni. Þetta var brot á siðareglunum við hirðina. Orðum prýddur kammerherra reyndi kurteislega en einbeittur að koma í veg fyrir þetta. Lewis leit framan í hann og horfði síðan niður eftir skrautlegu brjóstinu og þriflegum magan- um. Svo sagði hann hátt og skýrt: „Alfred Nóbel sagði einu sinni, að sænsku orðuna Norðurstjörnuna ætti hann að þakka matsveini, sem naut álits hjá háttsettum manni, og að franskt heiðursmerki hefði hann fengið af því að hann var kunn- ugur frönskum ráðherra. Góði maður,“ bætti Lewis við og klappaði kammerherranum á magann, „segir mér, hverskonar súpu eigið þér að þakka orður yðar?“ Hámarki náði fagnaðarhátíð- in hjá Lewis nokkrum dögum síðar, þegar hann vaknaði snemma morguns í rúmi sínu á Grand Hotel, við það að Lúcía með logandi kertaljós í hárinu kom inn í herbergið til hans. Þá var Lewis sannfærður um, að hann væri kominn með delerium tremens. Aðeins einu sinni hefur það komið fyrir, að verðlaunin hafa verið afhent öðrum en þeim, sem akademían hafði tilnefnt. Það var þegar hann aldni kon- ungur Gústaf 5., sem var nær- sýnn, afhenti þau kammerherra nokkrum, sem stóð nærri, í stað hins kjörna verðlaunahafa. Fákunnátta! Sex ára snáði var i bíó með afa sínum. Myndin var ítölsk og ástríðurnar heitar. Hetjan kyssti ástmey sína, fyrst á höndina, svo á olnbogann, öxlina, hálsinn og eyrað. Þá gat sá litli ekki lengur orða bundizt. Hann fór að skelli- hlæja og sagði: „Sjáðu, sjáðu, afi! Hann veit ekki hvar hann á að kyssa hana!" — English Digest. ★ Aldrei er eins mikið logið eins og eftir veiðitúr, í styrjöld og á undan kosningum. — Bismarck.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.