Úrval - 01.02.1956, Page 84

Úrval - 01.02.1956, Page 84
GRETA GARBO FRANSKI rithöfundurinn Balzac komst eitt sinn svo að orði um skáldkonuna George Sand, að hún hefði verið gædd gáfu snillingsins og það vaeri því ekkert undrunarefni þótt hún færi ekki troðnar slóðir í lífi sínu. Sama mætti segja um sænsku leikkonuna Gretu Garbo, því að þótt þessar konur væru ekki uppi á sömu öld, eru þær svipaðar um margt. Greta Garbo er frægasta og dáðasta kona sinnar kynslóðar, eins og George Sand \ar á sinni tíð. Hún líkist skáldkonunni einnig að því leyti, að hún hefur haft þor til að lifa lífinu eftir eigin geðþótta og tekið þeim óþægindum með jafnaðar- geði, sem af því hljótast að fara sínar eigin götur. Hún hefur orðið fyrir vonbrigðum í lífi sínu og starfi, eins og George Sand og raunar allir listamenn. En vonbrigði Gretu Garbo eru meiri og sárari, því að engin kona hefur verið eins dáð og dýrkuð í lifanda lífi sem hún. Slík er kaldhæðni örlaganna, að það var Gretu Garbo þvert um geð að verða slíkur dýrlingur i hugum fólks sem hún var. Þegar hún var smátelpa, langaði hana til að verða leikkona, eins og þúsundir annarra telpna hafa þráð fyrr og síðar, og hana langaði líka til að komast úr fátæktinni, og það er líka afar al- geng ósk. En um leið og hún var að gera þessar óskir sínar að veru- leika, varð hún frægasta kvikmynda- leikkohá heimsins og jafnframt ein sú auðugasta. Ef til vill hefur auð- urinn og frægðin líka átt sinn þátt í því, að hún varð einrænni en flestir aðrir. Greta Garbo hefur alltaf verið blaðamönnum erfið viðureignar. ,,Mér finnst kjánalegt að láta birta viðtal við mig í blöðunum," sagði hún eitt sinn. ,,Ég hef ekkert að segja." Enda þótt þessi orð bæri vott um mikla hæversku, gefa þau engan veginn rétta mynd af Gretu Garbo, þv í að hún gerir sér fulla grein fyrir því hve merkileg persóna hún er, eins og allir vita, sem þekkja hana vel. Hitt er aftur á móti einkenniiegt, hvers vegna hún afneitar þannig' sjálfri sér, hvers vegna hún hefur aldrei getað sætt sig við að vera Greta Garbo. 1 stað þess að vera Greta Garbo. kallar hún sig Harriet Brown. Undir þessu sviplausa dulnefni reikar hún um stræti New York, Lundúna, Par- ísar og Vínarborgar. Hún lítur oft inn í fornverzlanir, og ef hún þarf að segja til nafns síns, kveðst hún heita Harriet Brown, enda þótt hún viti að hún geti engan blekkt með þessu, allra sízt sjálfa sig. En hún getur ekki hugsað sér að koma fram i hlutverki leikkonunnar Gretu Garbo, þegar hún er meðal ókunnugra. Hún hefur aldrei lært það hlutverk til hlítar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.