Úrval - 01.02.1956, Side 87
GRETA GARBO
85
fyrir ungar stúlkur i Svíþjóð um
þetta leyti.
Eftir tvo mánuði fékk hún vinnu
í annarri og stærri rakarastofu. Eig-
andi rakarastofunnar hét Arthur F.
Ekengren, og var kona hans gjald-
keri fyrirtækisins; hún réði einnig
„sápustúlkurnar" og hafði umsjón
með þeim. Frú Ekengren segir, að
Greta hafi fengið fjórar krónur
sænskar í kaup á viku og annað eins
í þjórfé. Hún segir, að Greta hafi
verið með afbrigðum falleg stúlka
og jafnan glöð og ánægð. „Okkur
þótti öllum vænt um hana. Hún var
sannkallaður sólargeisli.'1
Meðan Greta vann á rakarastof-
unni, dreymdi hana stóra drauma
um að verða annað og meira en
kvenrakari. Hún var búin að ráða
það við sjálfa sig að gerast leik-
kona.
Það er erfitt að skýra þennan
mikla áhuga hennar á leiklistinni,
þvú að það var enginn leikari í ætt
hennar og hún varð ekki fyrir nein-
um áhrifum frá fjölskyldu sinni í
þeim efnum. Hún þekkti engan leik-
ara eða leikkonu og hafði ekki kom-
ið nema fjórum eða fimm sinnum í
leikhús á ævinni. En það var eins
með Gretu og flestar aðrar stúlk-
ur sem þrá að verða leikkonur —
næstum allt annað var eftirsóknar-
veiðara en sá heimur, sem hún
lifði í.
Þess ber einnig að geta, að það
er síður en svo óvenjulegt að lagleg-
ar sænskar stúlkur þrái að verða
leikkonur. Almenningur í Svíþjóð
hefur mikinn áhuga á leiklist og
Svíar sækja leikhús næstum jafn-
mikið og t. d. Bandaríkjamenn kvik-
myndahús.
Enda þótt Greta væri eins og sól-
argeisli í rakarastofunni, fannst.
henni lítið til starfsins koma og
hún fór því að líta í kringum sig
eftir nýrri atvinnu.
Alva, systir hennar, sem vann hjá
tryggingafélagi í borginni, átti tvo
kunningja, sem störfuðu hjá hinu
mikla vöruhúsi PUB, og ráðlögðu
þeir Gretu að sækja um stöðu hjá
því fyritæki. 1 júlímánuði 1920 lagði
hún inn umsókn sína, og 26. dag
sama m.ánaðar var hún ráðin sem
aðstoðarstúlka i kvenfatadeildinni.
Eftir tvo mánuði var hún orðin full-
gild skrifstofustúlka. Samkvæmt
bókum vöruhússins voru laun hennar
eitt hundrað tuttugu og fimm krónur
sænskar á mánuði.
Það var árið 1921, að hinn mikli
myndþokki, sem átti eftir að gera
Gretu víðfræga, kom fyrst í ljós.
Verið var að undirbúa verðlista fyrir-
tækisins og bað forstöðumaður kven-
fatadeildarinnar Gretu að velja
hatta, sem birta átti myndir af í
listanum. Auglýsingastjóri vöruhúss-
ins bað Gretu að setja upp hattana,
sem hún hafði valið. Honum leizt
svo vel á hana, að hann vildi ólmur
fá að birta myndir af henni í verð-
listanum. Andlitið, sem átti eftir
að vekja svo mikla aðdáun, birtist
þannig almenningi fyrst í verðlista,
þar sem sýndar voru fimm gerðir
af strá- og flókahöttum.
Greta hafði gaman af þessum nýja
starfa. Það var skemmtileg tilbreyt-
ing, að fá að taka sér stöðu fyrir