Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 87

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 87
GRETA GARBO 85 fyrir ungar stúlkur i Svíþjóð um þetta leyti. Eftir tvo mánuði fékk hún vinnu í annarri og stærri rakarastofu. Eig- andi rakarastofunnar hét Arthur F. Ekengren, og var kona hans gjald- keri fyrirtækisins; hún réði einnig „sápustúlkurnar" og hafði umsjón með þeim. Frú Ekengren segir, að Greta hafi fengið fjórar krónur sænskar í kaup á viku og annað eins í þjórfé. Hún segir, að Greta hafi verið með afbrigðum falleg stúlka og jafnan glöð og ánægð. „Okkur þótti öllum vænt um hana. Hún var sannkallaður sólargeisli.'1 Meðan Greta vann á rakarastof- unni, dreymdi hana stóra drauma um að verða annað og meira en kvenrakari. Hún var búin að ráða það við sjálfa sig að gerast leik- kona. Það er erfitt að skýra þennan mikla áhuga hennar á leiklistinni, þvú að það var enginn leikari í ætt hennar og hún varð ekki fyrir nein- um áhrifum frá fjölskyldu sinni í þeim efnum. Hún þekkti engan leik- ara eða leikkonu og hafði ekki kom- ið nema fjórum eða fimm sinnum í leikhús á ævinni. En það var eins með Gretu og flestar aðrar stúlk- ur sem þrá að verða leikkonur — næstum allt annað var eftirsóknar- veiðara en sá heimur, sem hún lifði í. Þess ber einnig að geta, að það er síður en svo óvenjulegt að lagleg- ar sænskar stúlkur þrái að verða leikkonur. Almenningur í Svíþjóð hefur mikinn áhuga á leiklist og Svíar sækja leikhús næstum jafn- mikið og t. d. Bandaríkjamenn kvik- myndahús. Enda þótt Greta væri eins og sól- argeisli í rakarastofunni, fannst. henni lítið til starfsins koma og hún fór því að líta í kringum sig eftir nýrri atvinnu. Alva, systir hennar, sem vann hjá tryggingafélagi í borginni, átti tvo kunningja, sem störfuðu hjá hinu mikla vöruhúsi PUB, og ráðlögðu þeir Gretu að sækja um stöðu hjá því fyritæki. 1 júlímánuði 1920 lagði hún inn umsókn sína, og 26. dag sama m.ánaðar var hún ráðin sem aðstoðarstúlka i kvenfatadeildinni. Eftir tvo mánuði var hún orðin full- gild skrifstofustúlka. Samkvæmt bókum vöruhússins voru laun hennar eitt hundrað tuttugu og fimm krónur sænskar á mánuði. Það var árið 1921, að hinn mikli myndþokki, sem átti eftir að gera Gretu víðfræga, kom fyrst í ljós. Verið var að undirbúa verðlista fyrir- tækisins og bað forstöðumaður kven- fatadeildarinnar Gretu að velja hatta, sem birta átti myndir af í listanum. Auglýsingastjóri vöruhúss- ins bað Gretu að setja upp hattana, sem hún hafði valið. Honum leizt svo vel á hana, að hann vildi ólmur fá að birta myndir af henni í verð- listanum. Andlitið, sem átti eftir að vekja svo mikla aðdáun, birtist þannig almenningi fyrst í verðlista, þar sem sýndar voru fimm gerðir af strá- og flókahöttum. Greta hafði gaman af þessum nýja starfa. Það var skemmtileg tilbreyt- ing, að fá að taka sér stöðu fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.