Úrval - 01.02.1956, Page 88

Úrval - 01.02.1956, Page 88
86 TjR VAL, framan myndavélina og þykjast vera leikkona. Þegar gott var veður, gekk hún oft heim úr vinnunni ásamt öðrum stúlkum, sem áttu heima I sama horgarhluta og hún. Á leiðinni var hún sífellt að tala um að hún ætlaði að verða ieikkona. Vinkonur hennar hlustuðu á hana, en lögðu lítið upp úr tali hennar. Þær sáu sem var, að hún gerði ekkert til þess að ósk hennar mætti rætast. Þá gerðist það, sem svo oft hefur gerzt í heimi kvikmyndanna. Greta fékk tækifæri til að koma fram í kvikmynd, meðan hún var enn starfandi í kvenfata- deildinni. PUB hafði ráðið Ragnar Ring kvikmyndastjóra til að gera stutta auglýsingakvikmynd af kven- fatnaði vöruhússins. Þegar Ring og samstarfsmenn hans komu í kven- fatadeildina, var Greta látin sýna hattana. Daginn eftir kom Ring að máli við Gretu. Til þess að myndin vrði skemmtilegri, kvaðst hann hafa ákveðið að hafa í henni stuttan kafla, þar sem sýnt væri, hvernig konur ættu ekki að klæðast. Hann bauð Gretu hlutverkið, og hún tók þvi þegar i stað. Þessi auglýsingamynd, þar sem Greta kom fyrst fram á kvikmynd, er i eigu kvikmyndasafnsins í Stokk- hólmi. Þegar Greta birtist fyrst í myndinni, er hún á háhæluðum skóm og í einhverjum kynlegum klæðnaði, sem bersýnilega er allt of stór fyrir hana. Þett.a er út af fyrir sig nógu skoplegt, en þó keyrir fyrst um þver- bak þegar Greta fer að sýna flíkina og breytir henni loks með ýmsum tilfæringum í — reiðföt. 1 þessari kvikmynd er Greta glaðleg á svipinn og dálítið hátíðleg, eins og oft vill brenna við í heimagerðum kvikmynd- um. Ring kvikmyndastjóra þótti Greta svo fögur og líkaði svo vel við hana, að hann réð hana til að leika í ann- a.rri kvikmynd nokkrum mánuðum seinna. Þetta var auglýsingamynd fyrir brauðgerð samvinnufélaganna í Stokkhólmi. Fyrri hluti myndar- innar er tekinn í garðinum á þaki hins kunna Strandhótels. Greta situr við borð með tveim ungum stúlk- um og er að háma í sig rjóma- kökur. Seinni hlutinn gerist á eyju, þar sem Greta er á skemmtiferðalagi með þrem hvítklæddum stúlkum. Greta þrífur poka fullan af kökum, sezt flötum beinum í grasið og fer að eta kökurnar af álíka græðgi og barn, sem er að verða hungurmorða. Það má með sanni segja, að Greta sé aðalpersónan í myndinni, því að kvikmyndavélinni er oftast beint að henni. Það sem ef til vill mátti finna að leiknum, bætti hún upp með áhug- anum fyrir hlutverkinu. Þegar Greta var farin að leika í auglýsingakvikmyndum, varð hún skiljanlega leið á starfi sínu i vöru- húsinu. Hún hafði að vísu verið flutt í kjóladeildina, en eftir að lokið var töku auglýsingamyndanna tveggja, varð leikferill hennar ekki lengri að sinni. En dag nokkurn sumarið 1922 kom kvikmyndastjórinn Erik Petschler ásamt tveim kunnum leikkonum inn í kjóladeildina, þar sem Greta st.arf- aði. Greta bar strax kennsl á gest-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.