Úrval - 01.02.1956, Síða 90

Úrval - 01.02.1956, Síða 90
88 ÚKVAL að hún hefði lagt á flótta, ef fætur hennar hefðu ekki verið þungir sem blý. Loks kom röðin að henni. Hún iék tvö atriðin úr leikritunum eftir La- gerlöf og Sardou; þá var henni sagt að hún mætti fara, úrslitin yrðu til- kynnt. henni með bréfi. Þrem dögum seinna barst henni bréf þess efnis, að hún hefði staðizt inntökuprófið. Hún var ein af sjö sem fengu þessi gleðitíðindi. Greta hóf nám í skólanum haustið 1922. Námið var erfitt og hún varð oft að vinna frá klukkan niu til fimm og stundum lengur. Kennarar voru flestir leikarar við Konung- lega leikhúsið, og nemendur vissu, að sýndu þeir ekki góða frammi- stöðu, yrði þeim vikið úr skólan- um eftir fyrsta árið. Vorið 1923, skömmu fyrir skóla- slit, var Greta kölluð fyrir skóla- stjórann, Gustav Molander. Þegar hún kom inn í skrifstofuna, var þar fyrir annar nemi, Mona Martenson að nafni. Molander kvaðst hafa fengið tilmæli um það frá Mauritz Stillei' kvikmyndastjóra, að hann veldi tvær stúlkur úr skólanum, sem gætu tekið að sér hlutverk í Gösta Berlings Sa<ja, sem verið var að kvikmynda. Ef þær hefðu áhuga á þessu ættu þær að koma í kvikmyndaverið klukkan tiu morguninn eftir. Greta og Mona tóku tilboðinu feginshugar. Ekki spillti það ánægju þeirra, að Stiller var um þessar mundir talinn .fremst kvikmyndastjóri Svía. * Það er vafasöm kenning, að ein- stakir atburðir í lífi manns geti ráðið örlögum hans. Stundum virð- ist þó helzt sem svo sé. Það var slíkur örlagaatburður þegar fundum þeirra Gretu Gustavsson og Mauritz Stiller bar fyrst saman. Þegar þau kynntust var Stiller um fertugt, víðfrægur og heims- maður mikill; Greta var sautján ára, saklaus og óþekkt. Upp frá þeirri stundu réð Stiller örlögum hennar. Hann gaf henni nýtt nafn, kenndi henni, ávítaði hana og hrós- aði henni, ruddi brautina fyrir hana og gerði hana að heimsfrægri leik- konu. En hann var meira en kennari hennar í listinni. Hann var einka- vinur hennar og átti mikinn þátt í að móta persónuleika hennar. Hann sagði henni hverju hún ætti að klæðast, hvað hún ætti að hugsa og hvernig framkoma hennar ætti að vera —• það var fátt sem hann fræddi hana ekki um. Hún hlust- aði og hlýddi ráðleggingum hans. Þegar Greta kynntist Stiller, hafði hann stjórnað töku fjörutíu kvik- mynda og var frægur maður eins og áður segir. Hann var ekki mikið gefinn fyrir kvenfólk, en hafði þó ákveðna hugmynd um hvernig hin fullkomna kona ætti að vera. Hann sagði vinum sínum, að hin full- komna kona, sem hann leitaði að, ætti ekki einungis að vera fögur, heldur líka „yfirskilvitleg og dulúð- ug“. Stiller dreymdi um heimsfrægð, eins og Eisenstein, en hann kaus að fara aðrar leiðir en hann. Vinur Stillers og einn fremsti kvikmynda- gagnrýnandi Svía, dr. Bengt Idestam- Almquist, hefur sagt: „Hann sagðist geta skapað „stjörnu", sem myndi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.