Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 94

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 94
■92 ■qrval lesið framhaldssögu í einu Stokk- hólmsblaðanna. Sagan var eftir rússneskan flóttamann, Vladimir Se- mitjov. Stiller þótti sagan svo góður efniviður í kvikmynd, að hann keypti sýningarréttinn og samdi kvikmynda- handritið upp úr henni með aðstoð höfundarins og Ragnars Hyltén- Cavallius. Stiller hrósaði þessu hand- riti mjög og tókst loks að telja Schratter á að kvikmynda það. Á- kveðið var að meginhluti myndarinn- ar skyldi tekinn i Konstantínópel. Um miðjan desember 1924 héldu þau Greta Garbo, Stiller, Einar Han- son og Cavallius frá Stokkhólmi áleiðis til Tyrklands. 1 Berlin slógust kvikmyndatökumenn í förina og hópurinn kom til Tyrklands skömmu fyrir jól. Stiller var ekki fyrr kominn til Konstantínópel en hann keypti tvo vandaða fólksbila og tvo vörubíla. Hann lét þá Hanson og Cavallius fá annan bílinn til afnota, en á hinum óku þau Stiller og Greta um borgina I leit að heppilegum stað til mynda- tökunnar. En áður en kvikmyndunin hófst, var Stiller orðinn með öllu félaus. Honum tókst að fá lánaða dálitla peningaupphæð hjá rússneskum kunningja sínum, og með þann far- arevri hélt hann aftur til Berlinar, en skildi allt starfslið sitt eftir á- samt öðru hafurtaski. Þegar hann kom til Berlínar, bárust honum þau tiðindi, að Trianonfélagið væri orðið gjaldþróta. Þar með var tyrkneska kvikmyndin úr sögunni. Stiller simaði til Hansons og skip- aði honum að halda með hópinn til Berlínar. Þetta var hægar sagt en gert, því að enginn í hópnum átti fyrir fargjaldinu. En sænsku og þýzku sendiráðin hlupu þá undir bagga og greiddu ferðakostnaðinn. Þrátt fyrir þessar erfiðu ástæður, virtist Greta alveg áhyggjulaus. Han- son snæddi með henni kvöldið áður en þau lögðu af stað til Berlínar og lét í ljós kvíða sinn yfir fram- tíðinni. „Hafðu engar áhyggjur," sagði Greta. „Þetta lagast allt þegar við erum komin til Berlínar. Stiller sér fyrir þvi.“ Þegar þau Greta og Hanson hittu Stiller í Berlin, var hann að vísu félaus og skuldugur, en hélt sig þó ríkmannlega. Hann bjó á rán- dýru fyrsta flokks hóteli og sagði Gretu og Hanson að flytja þangað líka. Enda þótt þau hefðu beðið skip- brot og væru raunar allslaus í ókunnu landi, reyndu þau að bera höfuðið hátt eins lengi og þess var nokkur kostur. Bjargvættur þeirra varð þýzki kvik- myndastjórinn G. W. Pabst, sem um þetta leyti var að verða einn fremsti kvikmyndamaður Evrópu. Hann hafði nýlega snúið sér frá leikhúsinu að kvikmyndunum og var nú að taka aðra kvikmynd sína, Die freudlose Gasse. Myndin átti að sýna andleg og líkamleg spillingaráhrif stríðsins með þvi að lýsa á raunsæjan hátt lífa íbúa lítillar, skuggalegrar götu i Vínarborg eftirstríðsáranna. Pabst hafði tekizt val leikaranna í mynd- ina ágætleg'a, en þó var hann ekki ánægður með neina leikkonu i hlut- verk eldri dótturinnar í þessari aust- urrísku yfirstéttarfjölskyldu, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.