Úrval - 01.02.1956, Síða 95

Úrval - 01.02.1956, Síða 95
GRETA GARBO 93 hafði misst allar eigur sínar í stríð- inu. Það var hið erfiða hlutverk dótturinnar að halda lifinu í fjöl- skyldunni án þess að fórna heiðri sínum. Pabst hafði frétt að Greta Garbo, sem hann hafði dáðst mjög að i Gösta Berlings Saga, væri stödd i Berlín, og hann hafði falið einka- ritara sínum að hafa uppi á henni. Þegar Pabst náði loks tali af henni í síma, tjáði hún honum að hann yrði að semja um málið við Stiller. Stiller, sem var ákveðinn að hafa sem mest upp úr viðskiptunum eins og fyrri daginn, lét á sér skilja að Greta myndi ekki vera hrifin af hlut- verkinu. En fyrlr þrábeiðni Pabst féllst hann þó á að líta á kvik- myndahandritið. Þegar hann var bú- inn að athuga hlutverkið og gera tillögur um breytingar, tilkynnti hann Pabst að Greta kynni að vera fáanleg til að leika í myndinni, ef Pabst greiddi henni það sem hún setti uppi. Stiller krafðist þess, að Gretu yrðu greiddir fjögur þúsund Bandaríkjadollarar fyrir að leika hlutverkið, en þetta var feiknahá upphæð á þeim tímum. Pabst gekk að þessu. Þegar farið var að taka myndina, fór í fyrsta skipti heldur að kólna milli Gretu og Stillers. Pabst lét ótvírætt á sér skilja, að hann ósk- aði ekki eftir nærveru Stillers þegar Greta væri að leika. Stiller hlýddi að vísu þessum fyrirmælum, en hann var bæði reiður og afbrýðisamur. Hann var líka mjög taugaóstyrkur um þetta leyti og ekki bætti það skapsmunina, að hann varð að lifa á launum Gretu. Ennfremur hafði Greta rætt einslega við Pabst varð- andi ráðningu til langs tíma hjá fé- lagi hans. Pabst vildi ójmur klófesta hana og reyndi að telja hana á að vera um kyrrt í Berlín. Þegar Stiller frétti af þessu ráða- bruggi, varð hann örvita af reiði. Hann bar það á Gretu að hún hefði svikið sig og sýnt sér vanþakklæti. Greta lofaði því með tárin i aug- unum, að gera engar ráðstafanir án hans samþykkis. Á samri stundu var öll reiði rokin úr Stiller og hann talaði við Gretu eins og góður faðir. „Vertu hjá mér, Greta," sagði hann. „Moje veit hvað þér er fyrir beztu." Vorið 1925 var Louis B. Mayer, varaforseti Metro-Goldwyn-Mayer kvikmyndafélagsins á ferð um Ev- rópu. Meðan hann dvaldist í Berlín, sá hann kvikmyndina um Gösta Ber- Ung. Hann varð hrifinn af mynd- inni, en einkum þótti honum hún. vera snilldarlega tekin. Það var skoðun Mayers, að maður sem stjórn- aði töku slíkrar myndar, ætti hvergi heima nema i Hollywood, og haniu fór þegar að gera ráðstafanir til að klófesta þennan afburðamann. Stiller var óvenjulega samnings- lipur í þetta skipti, en hann setti þó eitt óhagganlegt skilyrði: færi hann til Hollywood, yrði M-G-M fé- lagið að ráða Gretu Garbo líka. „Og hver er þessi Greta Garbo ?" spurði Mayer eins og hann hefði aldrei séð Gösta Berlings Saga. Stiller bað hann að koma inn í herbergið og kynnti þau Mayer og Gretu, Mayer hafði ekki minnsta áhuga á henni. En til þess að vera viss um að hreppa Stiller, lofaði hann að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.