Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 104

Úrval - 01.02.1956, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL hlutverkið, og Gretu var sagt, að með nýjustu tækni mætti bæta rödd hans í myndinni. Kristín Svíadrottn- ing fékk frábærlegar góða dóma. Enda þótt leikur Gretu Garbo væri að sjálfsögðu aðalatriðið, hlaut mynd- in í heild mikið lof, þegar frá er talið hlutverk Gilberts. 1 dómum um myndina var varla minnzt á hann. Fyrir sex árum hafði Gilbert vakið fádæma hrifningu þegar hann lék á móti Gretu Garbo í Flesh and the Devil, en nú var hann ekki nefndur á nafn. Hann lék aðeins í einni mynd eftir þetta. Gilbert dó úr hjartaslagi árið 1936. Var hann þá skilinn við fjórðu konu sína og orðinn félaus maður. Greta var stödd í Stokkhólmi þegar Gilbert andaðist. Hún var að horfa á leiksýningu í Konunglega leikhúsinu, þegar blaðamáður kom til hennar í hléinu og færði henni fréttina. Hún mælti ekki orð af vör- um, og skömmu síðar hélt hún heim úr leikhúsinu. Stokowsky. Dag nokkurn árið 1938, var skozk- ur piltur handtekinn fyrir að hafa stolið ljósmynd af Gretu Garbo í kvikmyndahúsi einu í Glasgow. Þeg- ar sökudólgurinn var leiddur fyrir rétt og ákæran lesin yfir honum, spurði dómarinn, sem hét Norman Macleod: ,,H\er er Greta Garbo?“ Þessi fjögur orð munu nægja til að halda minningu Normans Macleods á lofti um langa framtíð. Spumingin var álitin svo mikil fjarstæða, að hún var símuð tii blaða um víða veröld. Siðmenntaður maður, sem var uppi á fjórða tug tuttugustu aldar- innar og vissi ekki hver Greta Garbo var — hann hlaut að vera furðulegt fyrirbæri. Því að Greta Garbo var ekki einungis frægasta kona heims- ins, heldur líka „æðsta gyðja hinnar útbreiddustu og merkilegustu goða- fræði sem um getur í sögu mann- kynsins", eins og Alistair Cooke komst að orði um þetta leyti. 1 myndinni Kamilíufrúin, sem var frumsýnd árið 1937, náði Greta hæst í list sinni, að því er margir telja. Henni tókst að skapa meistaraverk úr þessu gamla, íburðarmikla og margþvælda leikriti Dumas, sem hafði verið uppáhaldshlutverk helztu leikkvenna heimsins I margar kyn- slóðir, þar á meðal Söru- Bemhardt. Hún naut að vísu ágætrar leikstjórn- ar Georges Cukors, auk þess sem kunnáttumenn eins og Zoe Akins og James Hilton fjölluðu um hand- ritið. Loks voru meðleikendur hennar ekki af verri endanum: Robert Tay- lor, Henry Daniell, Lionel Barrymore o. fl. En það var hinn frábæri leikur Gretu Garbo sem bar uppi myndina og gæddi hana ógleymanlegum töfr- um. Með list sinnl breytti hún yfir- borðslegri og tilfinningasamri róman- tík Dumas í trúverðuga, hrifandi ástarscgu. 1 meðferð Gretu Garbo varð hin breizka tildurdrós að sannri konu, sem í raun og veru elskaði, þjáðist og dó. Fyrir leik sinn í Kameliufrúnni hlaut Greta Garbo (í annað sinn) viðurkenningu kvikmyndagagnrýn- enda i New York fyrir „bezta leik konu“ það ár. En Oscar-verðlaunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.