Úrval - 01.02.1956, Qupperneq 104
102
ÚRVAL
hlutverkið, og Gretu var sagt, að
með nýjustu tækni mætti bæta rödd
hans í myndinni. Kristín Svíadrottn-
ing fékk frábærlegar góða dóma.
Enda þótt leikur Gretu Garbo væri
að sjálfsögðu aðalatriðið, hlaut mynd-
in í heild mikið lof, þegar frá er
talið hlutverk Gilberts. 1 dómum um
myndina var varla minnzt á hann.
Fyrir sex árum hafði Gilbert vakið
fádæma hrifningu þegar hann lék á
móti Gretu Garbo í Flesh and the
Devil, en nú var hann ekki nefndur
á nafn. Hann lék aðeins í einni mynd
eftir þetta. Gilbert dó úr hjartaslagi
árið 1936. Var hann þá skilinn við
fjórðu konu sína og orðinn félaus
maður. Greta var stödd í Stokkhólmi
þegar Gilbert andaðist. Hún var að
horfa á leiksýningu í Konunglega
leikhúsinu, þegar blaðamáður kom
til hennar í hléinu og færði henni
fréttina. Hún mælti ekki orð af vör-
um, og skömmu síðar hélt hún heim
úr leikhúsinu.
Stokowsky.
Dag nokkurn árið 1938, var skozk-
ur piltur handtekinn fyrir að hafa
stolið ljósmynd af Gretu Garbo í
kvikmyndahúsi einu í Glasgow. Þeg-
ar sökudólgurinn var leiddur fyrir
rétt og ákæran lesin yfir honum,
spurði dómarinn, sem hét Norman
Macleod: ,,H\er er Greta Garbo?“
Þessi fjögur orð munu nægja til að
halda minningu Normans Macleods
á lofti um langa framtíð. Spumingin
var álitin svo mikil fjarstæða, að
hún var símuð tii blaða um víða
veröld. Siðmenntaður maður, sem var
uppi á fjórða tug tuttugustu aldar-
innar og vissi ekki hver Greta Garbo
var — hann hlaut að vera furðulegt
fyrirbæri. Því að Greta Garbo var
ekki einungis frægasta kona heims-
ins, heldur líka „æðsta gyðja hinnar
útbreiddustu og merkilegustu goða-
fræði sem um getur í sögu mann-
kynsins", eins og Alistair Cooke
komst að orði um þetta leyti.
1 myndinni Kamilíufrúin, sem var
frumsýnd árið 1937, náði Greta hæst
í list sinni, að því er margir telja.
Henni tókst að skapa meistaraverk
úr þessu gamla, íburðarmikla og
margþvælda leikriti Dumas, sem
hafði verið uppáhaldshlutverk helztu
leikkvenna heimsins I margar kyn-
slóðir, þar á meðal Söru- Bemhardt.
Hún naut að vísu ágætrar leikstjórn-
ar Georges Cukors, auk þess sem
kunnáttumenn eins og Zoe Akins
og James Hilton fjölluðu um hand-
ritið. Loks voru meðleikendur hennar
ekki af verri endanum: Robert Tay-
lor, Henry Daniell, Lionel Barrymore
o. fl. En það var hinn frábæri leikur
Gretu Garbo sem bar uppi myndina
og gæddi hana ógleymanlegum töfr-
um. Með list sinnl breytti hún yfir-
borðslegri og tilfinningasamri róman-
tík Dumas í trúverðuga, hrifandi
ástarscgu. 1 meðferð Gretu Garbo
varð hin breizka tildurdrós að sannri
konu, sem í raun og veru elskaði,
þjáðist og dó.
Fyrir leik sinn í Kameliufrúnni
hlaut Greta Garbo (í annað sinn)
viðurkenningu kvikmyndagagnrýn-
enda i New York fyrir „bezta leik
konu“ það ár. En Oscar-verðlaunin