Úrval - 01.02.1956, Page 105

Úrval - 01.02.1956, Page 105
GRETA GARBO 103 það ár hlaut Luise Rainer fyrir leik sinn í Góðu landi, eftir sögu Pearl Buck. Vegir Hollywood eru oft und- arlegir. Næsta mynd Gretu Garbo, Con- quest (María Walewska), var mikil íburðarmynd og kostaði M-G-M 3.800.000 doilara, en algerlega mis- heppnuð frá listrænu sjónarmiði, enda varð hún ekki vinsæl. En aðdáendur Gretu Garbo höfðu um þessar mundir miklu minni áhuga á því sem hún gerði á leiktjaldinu heldur en einkaiífi hennar. Sam- kvæmt fréttum frá Hollywood hafði hún að lokum fundið „drauma- mann" sinn. Þessi „draumamaður" var hinn heimskunni hljómsveitar- stjóri Leopold Stokowski. Stokowski hafði hitt Gretu Garbo i veizlu í Hollywood nokkrum mánuðum áður. „Stocky eyddi ekki miklum tíma í forleikinn,“ sagði einn veizlugesta síðar. „Hann hafði engin umsvif, en sagði Garbo, að þeirra biði ástar- ævintýri, sem frægt yrði í sögunni. Það væri skráð í stjörnurnar." Greta Garbo vissi i fyrstu ekki hvernig hún átti að taka þessari framkomu Stokowski, en eftir að hún hafði sannfærzt um, að samspil þeirra gæti, ef svo mætti segja, orðið góð tónlist, sást hún oft með honurn í samkvæmum. Eins og jafn- an áður, komust á kreik sögur um væntanlega giftingu, og mögnuðust þær um allan helming í október 1937, þegar síðari kona Stokowski flutti að heiman og sótti um skilnað. Snemma í desember, þegar skilnað- urinn v.ar kominn i kring, neitaði Stokowski því, að nokkuð væri hæft í því að hann ætlaði að kvænast Gretu Garbo. En seinna í mánuðin- um, þegar Greta Garbo sigldi til Svíþjóðar til að vera hjá ættingjum sínum um jólin, veittu menn þvú eftirtekt, að Stokowski fylgdi henni til skips. 1 febrúar fór Stokowski einnig til Italíu og settist að í þorp- inu Ravello, þar sem hann hafði tekið sér á leigu gamla höll. Viku síðar var Greta Garbo komin þangað. Um dvöl þeirra þarna í höllinni var mikið skrifað, en þau skrif áttu lítið skylt við staðreyndir. Englend- ur, sem var kunnugur þjónustuliði hallarinnar, hefur seinna sagt frá því hvernig lífi þeirra hjónaleysanna var háttað. Þau iifðu mjög reglu- bundu lífi, fóru snemma á fætur og snemma að hátta, iðkuðu sund og sólböð og höfðu strangt mataræði. Klukkan átta komu þau út á sól- pallinn í sundfötum og iðkuðu þar í hálftíma sænskar leikfimisæfingar, sem Greta Garbo stjórnaði. Eftir morgunverð fengu þau sér sólbað á pallinum. Stundum fóru þau í göngu- ferðir. Hádegisverð borðuðu þau klukkan tólf, hráar gulrætur og ekk- ert annað. Klukkan hálffjögur var aðalmáltíð Gretu Garbo, þá borðaði hún smurt brauð, hunang, ávaxta- sultu, kökur og ýmislegt fleira fit- andi. Kvöldverðurinn var einungis úr jurtaríkinu — hrátt salat og ávextir. Klukkan átta á kvöldin fór Greta Garbo í rúmið. Tók hún þá alltaf með sér flösku af ólífuolíu og lítinn saltbauk. Þegar hún kom, gaf hún þjónustustúlkunni fyrirmæli unr það, að hún vildi fá þetta hvorttveggja á hverju kvöldi, og á hverjum morgni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.