Úrval - 01.02.1956, Síða 107
GHETA GARBO
105
er maður búinn að vera, einkum þó
í Hollywood."
Þessi furðulega breyting á fram-
komu Gretu Garbo var fyrst og
fremst að þakka mataræðissérfræð-
ingnum, fyrirlesaranum og rithöf-
undinn Gayelord Hauser. Kynni þeirra
hófust þegar kunningi beggja fór með
hana i veizlu til Hausers í húsi hans
á Beverleyhæðum, sem hann kallaði
Sunnuhvol. Garbo undi sér ekki i
veizlunni og fór snemma. Hauser
varð fyrir sárum vonbrigðum og sár-
bað hana að þiggja annað boð. Greta
hét þ\í loks að koma til kvöldverð-
ar að Sunnuhvoli með þvi skilyrði,
að ekki yrðu þar aðrir gestir. Hauser
var ekkert kærara en að uppfjdla
það skilyrði. Þegar Garbo kom, bar
Hauser fram fyrir hana tvo af nafn-
kunnustu grænmetisréttum sínum.
Greta Garbo varð hrifin af þessum
réttum, og þá ekki síður af hinum
fjörmikla höfundi þeirra. Lífsþróttur
hans og sjálfstraust var yfirþyrm-
andi og sannfæringarkrafturinn í
orðum hans ómótstæðilegur. Ekki
spillti það, að hann var glæsilegur
á velli, þrjár álnir á hæð, laglegur,
herðabreiður, syarthærður og óað-
finnanlega klæddur. Hauser var
fjörutíu og fjögra ára — tíu árum
eldri en Greta Garbo — mjög ung-
legur og hafði aldrei kvænzt. Brátt
var hinn ákaflyndi mataræðissér-
fræðingur nálega stöðugur förunaut-
ur Gretu Garbo.
Hauser var að mörgu leyti vel
til þess fallinn að vera umboðsmaður
(impresario) hennar. Hann byrjaði
á því að breyta mataræði hennar,
lét hana hætta að borða eingöngu
grænmeti, en í þess stað mikið kjöt,
einkum lifur, og svo „undrafæðu"
af ýmsu tagi: yogurt, undanrennu-
duft, ölger, sýróp og grænmetissafa.
Greta Garbo fylgdi auðsveip þessum
fyrirmælum og virtist þrífast vel.
En mataræðið var aðeins einn þátt-
ur í meðferð Hausers. Hina sálfræði-
legu hlið hennar taldi hann ekki siður
mikilvæga. Með fyrirlestrum og bók-
um (Look Younger, Live Longer)
hafði hann flutt boðskap sinn, sem
miðaði að þvi að „hrista menn af
doða og deyfð vanans". 1 samræmi
við það bjóst hann nú til að breyta