Úrval - 01.02.1956, Page 108

Úrval - 01.02.1956, Page 108
100 0RVAI. lifnaðarháttum Gretu Garbo. Hann klifaði á þvi í sífellu, að hfm hefði enga ástæðu til að vera þunglynd og einmana. Slíkar tilfinningar, sagði þessi náttúrupostuli, væru sjálfskap- arvíti. Það sem hún þyrfti að gera væri að koma út úr skel sinni, blanda geði við fólk, kasta sér út í hring- iðu lífsins. Greta Garbo fylgdi auðsveip öllum fyrirmælum Hausers, vafalaust að miklu leyti af eðlislægri hneigð til þess að láta stjórna sér. Hún fór með honum í veizlur á heimilum vina hans og sótti með honum leik- hús, veitingahús, hljómleika og mál- verkasýningar. Samvistir þeirra urðu að sjálfsögðu blaðaefni, en Greta Garbo virtist standa á sama; hún sótti jafnvel nokkra af hinum opin- beru fyrirlestrum Hausers. Hann hafði bersýnilega sannfært hana um, að hún hefði gott af því að koma þannig fram í dagsljósið. 1 nóvember 1939, nokkrum dögum eftir frumsýninguna á Ninotchka, gátu blöðin þess, að Hauser hefði gefið Gretu Garbo demantshring, og að hún bæri hann ,,á réttum fingri". Hvorugt þeirra bar þessa frétt til baka, og þegar þau fóru saman frá Hollywood, nokkrum vikum seinna, töldu höfundar slúðurdálkanna vist, að Greta Garbo yrði brátt komin I brúðarsængina. Hauser sýndi Gretu Garbo aðra hlið á New York en hún hafði kynnzt áður. Hann fór með hana í veit- ingahús og næturklúbba og aðra opinbera staði, og lét hana taka þátt I samkvæmislífi borgarinnar. I byrjun febrúar héldu þau suður til Flórída og voru þar í stöðugum veizlum hjá vellauðugum vinum Hausers. Seint í febrúar fóru þau i skemmtiferð með lystisnekkjunni Southern Cross, sem einn af vinum Hausers, sænski auðkýfingurinn Axel Wenner-Gren átti. Eftir hálfsmán- aðar siglingu umhverfis Bahamaeyj- arnar kom snekkjan til Miami á Flórida og þar lauk hinum viðburða- ríku samvistum hennar og Hausers. Þessi endalok voru Hauser án efa vonbrigði. Hann hafði vænzt þess að koma aftur með Gretu Garbo sem konu sína. Áður en þau fóru til Flórída, hafði hann trúað nánum vinum sínum I New York fyrir því, að hann ætlaði að kvænast ieikkon- unni, og að hann hefði valið borgina á Flórída þar sem hjónavlgslan átti að fara fram. Hann var svo öruggur um að fá Gretu Garbo fyrir konu, að hann hafði skilið eftir frásögn af brúðkaupinu hjá fréttamanni INS fréttastofunnar. Lofaði Hauser þvl að staðfesta hana með símtali undir eins og hjónavígslan væri afstaðin. Sú staðfesting kom aldrei. Þó að Hauser tækist ekki, frekar en Stokowski, John Gilbert eða öðr- um biðlum, að fá Gretu Garbo að altarinu, var hann áfram náinn vin- ur hennar og þau sáust miktð sam- an I marga mánuði eftir að þau komu til Hollywood. En eins og áður, þegar líkt stóð á, missti Greta Garbo smám saman áhugann, leiðir þeirra skildu, án þess þó að til nokkurra árekstra kæmi. Þetta ástarævintýri Gretu Garbo rann út I sandinn, eins og önnur ævintýri hennar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.