Úrval - 01.02.1956, Qupperneq 111
GRETA GARBO
109
inni og var það ekki í fyrsta skiptið
sem kaldhæðni örlaganna lét sin get-
ið í lífi hennar.
Á flakki.
Eins og eðlilegt er, hafa margir
harmað brotthvarf Gretu Garbo af
kvikmyndatjaldinu. Þótt hún sé orð-
in 49 ára, er hún enn eftirsóttust
allra leikkvenna. Öll hin stóru kvik-
myndafélög í Hollywood hafa gengið
á eftir henni með grasið í skónum
og tugir tilboða hafa komið frá ev-
rópskum kvikmyndafélögum. Hún
hefur ekki skellt skolleyrunum við
öllum þessum boðum, því að í upp-
hafi var það ekki ætlun hennar að
hætta fyrir fullt og allt. En af öll-
um þeim handritum, sem hún hefur
lesið, hefur hún aðeins sýnt áhuga
á fimm eða sex. Árið 1952 sendi
Nunnally Johnson, einn af snjöllustu
k\ ikmyndamönnum Hollywood, henni
prófarkir af sögu Daphne du Maurier,
Rakel frænka. Þegar Greta Garbo
hafði lesið söguna, kvaðst hún gjarn-
an vilja leika hlutverk Rakelar. En
daginn eftir hafði henni snúizt hugur.
,,Mér þykir fyrir því,“ sagði hún við
Cukor, „en ég hef ekki lengur kjark
til að leika í kvikmynd."
1 þá daga, þegar andlit Gretu
Garbo töfraði kvikmyndahúsgesti um
allan heim, voru fáir, sem efuðust
um að hin fegursta meðal kvenna
mundi skipa sess í sögunni við hlið
Helenu af Tróju, Kleópötru, Salóme
og annarra fagurra og sögufrægra
kvenna. Ein þeirra, sem efuðust, var
Clare Boothe, þáverandi ritstjóri
tímaritsins Vanity Fair, leikritahöf-
undur, leikkona, þingmaður og siðar
Húsráðendur!
Við bjóðum yður FABER-
sóltjöld með ábyrgð.
FABER-merkið tryggir gæði
og endingu. —
FABER-verksmiðjur starfa
í öllum heimsálfum. Sam-
tals í 65 löndum.
FABER-sóltjöld eru af allra
fullkomnustu gerð.
FABER-sóltjöld hafa hlotið
alheims viðurkenningu sem
allra beztu sóltjöldin.
Gluggar h.f.
Skipholti 5 — Sími 82287
Reylcjavík