Úrval - 01.02.1956, Page 112

Úrval - 01.02.1956, Page 112
110 tmVAL sendiherra. 1 grein sem hún skrifaSi 1932, viðurkenndi hún, að Greta Gar- bo væri eina fagra konan á 20. öld- inni, sem gæti vænzt þess að hljóta sess við hlið Helenu og Kleópötru. „En,“ bætti Clare Boothe við, ,,á því eina sviði, sem kona getur varpað ijóma á samtíð sína — sviði ástar- innar — hefur Greta Garbo brugð- izt.“ Og hún bætti við: „Kleópatra átti sinn Cæsar og Antóníus átti sína Kleópötru. Verður fegurstu konu vorra tíma mtnnzt i framtíðinni fyrir það eitt, að nafn hennar var „sett í samband við" nafn John Gilberts?" Á þeim röskum tuttugu og þrem ár- um, sem liðin eru síðan þessi spurninjg var borin fram, hefur nafn Gretu Garbo verið sett í samband við nöfn margra annarra manna — Stokowski, Hausers, George Schlee kaupsýslu- manns í New York og Goldshmidt- Rothschild baróns, auðugs þýzka flóttamanns. Hvort nokkur þeirra þol- ir samjöfnuð við Cæsar, getur fram- tiðin ein skorið úr. Rothschild barón er vellauðugur heimsmaður, sextíu og eins árs gam- all, gráhærður og fyrirmannlegur í framgöngu. Eins og Greta Garbo hefur hann nógar tómstundir og má oft sjá þau á göngu saman í Central Park í New York, I dýrum veitinga- húsum, í búðum og á listsýningum. Sumarið 1952 fóru þau um þvert og endilangt Austurríki, ásamt fyrrver- andi konu barónsins og móður henn- ar. Á Park hóteli í Bad Ischl, þar sem þau dvöldu í nokkra daga, skrif- aði Greta Garbo sig „frú Harriet Brown" og dulbjó sig á þann hátt, að hún tók ofan dökku gleraugun, sem hún gekk jafnan með, og setti upp gráa hárkollu. Þannig dulbúin var hún löngum stundum í göngu- ferðum með baróninum. Þegar blaða- menn sáu loks í gegnum gervið, sagði hún — og orðin hljómuðu eins og gamalkunnugt bergmál frá fortíð- inni: „Ég vil ekki tala við neinn. Þið verðið að skilja það. Baróninn er aðeins mjög góður vinur minn." Þegar hún kom frá Evrópu árið 1946, spurðu blaðamenn hana hverj- ar væru fyrirætlanir hennar um framtíðina. „Ég hef engin áform," sagði hún, „hvorki um það að leika í kvikmynd eða á leiksviði né neitt annað, og ég á ekki einu sinni heim- ili, ég er á einskonar flakki." Þetta var óvenju opinskátt svar og átak- anlega hreinskilið. Það er erfitt að finna setningu er lýsi betur lífi Gretu Garbo síðan hún hætti að leika. Hún hefur alla tíð síðan verið „á eins- konar flakki". Síðustu árin hefur Greta Garbo lengst af dvalið í New York. Hún bjó fyrst í tveggja herbergja leigu- íbúð með húsgögnum I Ritz Tower hóteli við Park Avenue, siðan í fjögra herbergja íbúð með húsgögn- um í Hampshire House, en nú hefur hún eignazt átta herbergja íbúð með útsýni yfir East River og þar býr hún. „Hvað liefurðu fyrir stafni í New York?“ spurði gömul evrópsk vinkona hennar fyrir skömmu. „O," sagði hún, „stundum fer ég í kápuna mína klukkan tíu á morgnana og fer út og geng á eftir fólki. Ég fer bara þangað sem það er. Ég flakka um.“ Hún sést um þessar mundir oft á gangi um Fifth Avenue eða Park
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.