Úrval - 01.02.1956, Qupperneq 112
110
tmVAL
sendiherra. 1 grein sem hún skrifaSi
1932, viðurkenndi hún, að Greta Gar-
bo væri eina fagra konan á 20. öld-
inni, sem gæti vænzt þess að hljóta
sess við hlið Helenu og Kleópötru.
„En,“ bætti Clare Boothe við, ,,á því
eina sviði, sem kona getur varpað
ijóma á samtíð sína — sviði ástar-
innar — hefur Greta Garbo brugð-
izt.“ Og hún bætti við: „Kleópatra
átti sinn Cæsar og Antóníus átti sína
Kleópötru. Verður fegurstu konu
vorra tíma mtnnzt i framtíðinni fyrir
það eitt, að nafn hennar var „sett
í samband við" nafn John Gilberts?"
Á þeim röskum tuttugu og þrem ár-
um, sem liðin eru síðan þessi spurninjg
var borin fram, hefur nafn Gretu
Garbo verið sett í samband við nöfn
margra annarra manna — Stokowski,
Hausers, George Schlee kaupsýslu-
manns í New York og Goldshmidt-
Rothschild baróns, auðugs þýzka
flóttamanns. Hvort nokkur þeirra þol-
ir samjöfnuð við Cæsar, getur fram-
tiðin ein skorið úr.
Rothschild barón er vellauðugur
heimsmaður, sextíu og eins árs gam-
all, gráhærður og fyrirmannlegur í
framgöngu. Eins og Greta Garbo
hefur hann nógar tómstundir og má
oft sjá þau á göngu saman í Central
Park í New York, I dýrum veitinga-
húsum, í búðum og á listsýningum.
Sumarið 1952 fóru þau um þvert og
endilangt Austurríki, ásamt fyrrver-
andi konu barónsins og móður henn-
ar. Á Park hóteli í Bad Ischl, þar
sem þau dvöldu í nokkra daga, skrif-
aði Greta Garbo sig „frú Harriet
Brown" og dulbjó sig á þann hátt,
að hún tók ofan dökku gleraugun,
sem hún gekk jafnan með, og setti
upp gráa hárkollu. Þannig dulbúin
var hún löngum stundum í göngu-
ferðum með baróninum. Þegar blaða-
menn sáu loks í gegnum gervið, sagði
hún — og orðin hljómuðu eins og
gamalkunnugt bergmál frá fortíð-
inni: „Ég vil ekki tala við neinn.
Þið verðið að skilja það. Baróninn
er aðeins mjög góður vinur minn."
Þegar hún kom frá Evrópu árið
1946, spurðu blaðamenn hana hverj-
ar væru fyrirætlanir hennar um
framtíðina. „Ég hef engin áform,"
sagði hún, „hvorki um það að leika
í kvikmynd eða á leiksviði né neitt
annað, og ég á ekki einu sinni heim-
ili, ég er á einskonar flakki." Þetta
var óvenju opinskátt svar og átak-
anlega hreinskilið. Það er erfitt að
finna setningu er lýsi betur lífi Gretu
Garbo síðan hún hætti að leika. Hún
hefur alla tíð síðan verið „á eins-
konar flakki".
Síðustu árin hefur Greta Garbo
lengst af dvalið í New York. Hún
bjó fyrst í tveggja herbergja leigu-
íbúð með húsgögnum I Ritz Tower
hóteli við Park Avenue, siðan í
fjögra herbergja íbúð með húsgögn-
um í Hampshire House, en nú hefur
hún eignazt átta herbergja íbúð með
útsýni yfir East River og þar býr
hún. „Hvað liefurðu fyrir stafni í
New York?“ spurði gömul evrópsk
vinkona hennar fyrir skömmu. „O,"
sagði hún, „stundum fer ég í kápuna
mína klukkan tíu á morgnana og fer
út og geng á eftir fólki. Ég fer bara
þangað sem það er. Ég flakka um.“
Hún sést um þessar mundir oft á
gangi um Fifth Avenue eða Park