Úrval - 01.10.1958, Side 6

Úrval - 01.10.1958, Side 6
TJRVAL. aldrei sjálfan mig. Sjálfsblekk- ingin fellur sjaldan af augum okkar meðal ókunnugra. En ég eignaðist vini og það leið ekki á löngu áður en þeir sviftu hul- unni af augum mér í þessu efni eins og mörgum fleiri þegar þeir gengu á sinn kumpánlega hátt í gegnum vistarverur hug- ar míns og opnuðu glugga hér og þar til að hleypa inn aust- angolunni. Einn sagði: „Mér fannst þú daufur hjá N.N. í gærkvöldi. Leiðindin skinu út úr svipnum á þér“. Fleiri um- mæli í þessa átt opnuðu augu mín fyrir ástandinu eins og það var, og mér varð Ijóst að ég hafði verið að blekkja sjálfan mig. Það var ekki á mínu færi að setja upp annan svip en þann sem speglaði sálarástand mitt. Burt var kippt hugmynd minni um sjálfan mig sem fágaðan heimsmann er alltaf gæti brugð- ið upp aðlaðandi brosi þótt ég væri með sjálfum mér leiður á öllu, og í Ijósi þessara nýju kynna af andliti mínu neyddist ég til að endurskoða mat mitt á sjálfum mér. En þetta olli mér í rauninni engum vonbrigðum. Mér leidd- ist ekki að losna við þá áreynslu að þurfa að vera sífellt með heimsmannssvip, og ég var sæll og ánægður í þeirri fullvissu að sönn mikilmenni bera ekki á sér slétt og fellt ytra borð. Það er ekkert til betra en opinn ein- lægur svipur sem tjáir umheim- inum hreinskilnislega hvað inni 1 SÁLUFÉLAGI VIÐ PRIESTLEY fyrir býr. Sú var skoðun mín þá og hún er enn sú sama, og er þó líklega meira virði nú vegna þess að ég á sjálfur ekki lengur hlut að máli. Sem sagt: ég ímyndaði mér þá að andlit mitt væri eitt þessara opinskáu einlægu andlita, og ég var sæll í þeirri trú þangað til saman- lögð áhrif af einum misskilningi á fætur öðrum neyddu mig til að taka sjálfan mig til bæna enn einu sinni með þeim árangri að ég var sviftur sjálfblekkingunni að fullu- og öllu. Það fór ekki framhjá mér að fólk var sífellt að biðja mig að vera ekki svona reiðan þegar ég var í rauninni aðeins svolítið gramur, sífellt að spyrja mig hversvegna ég væri svona kátur þótt sann- leikurinn væri sá, að mér var svona rétt það sem kalla mætti létt í geði, og sífellt að biðja mig að stara ekki svona á- fergjulega á ókunnuga þegar mér fannst ég vera aðeins svo- lítið forvitinn. Að lokum rann upp fyrir mér Ijós. Andlit mitt var ekki rétt spegilmynd af hugarástandi mínu, það var ýkjufull skopmynd af því. Ég var sífellt að bera á torg níð um sjálfan mig. Það var eins og ég væri sífellt neyddur til að bera svip sem átti alls ekki við mig, heldur einhvern mann gjörólíkan mér. Það var því sízt að undra þótt ég yrði oft hafð- ur fyrir rangri sök, því að eðli- legt er að fólk haldi, að þetta sprikl í andlitinu á mér, sem 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.