Úrval - 01.10.1958, Page 6
TJRVAL.
aldrei sjálfan mig. Sjálfsblekk-
ingin fellur sjaldan af augum
okkar meðal ókunnugra. En ég
eignaðist vini og það leið ekki
á löngu áður en þeir sviftu hul-
unni af augum mér í þessu efni
eins og mörgum fleiri þegar
þeir gengu á sinn kumpánlega
hátt í gegnum vistarverur hug-
ar míns og opnuðu glugga hér
og þar til að hleypa inn aust-
angolunni. Einn sagði: „Mér
fannst þú daufur hjá N.N. í
gærkvöldi. Leiðindin skinu út
úr svipnum á þér“. Fleiri um-
mæli í þessa átt opnuðu augu
mín fyrir ástandinu eins og það
var, og mér varð Ijóst að ég
hafði verið að blekkja sjálfan
mig. Það var ekki á mínu færi
að setja upp annan svip en þann
sem speglaði sálarástand mitt.
Burt var kippt hugmynd minni
um sjálfan mig sem fágaðan
heimsmann er alltaf gæti brugð-
ið upp aðlaðandi brosi þótt ég
væri með sjálfum mér leiður
á öllu, og í Ijósi þessara nýju
kynna af andliti mínu neyddist
ég til að endurskoða mat mitt
á sjálfum mér.
En þetta olli mér í rauninni
engum vonbrigðum. Mér leidd-
ist ekki að losna við þá áreynslu
að þurfa að vera sífellt með
heimsmannssvip, og ég var sæll
og ánægður í þeirri fullvissu að
sönn mikilmenni bera ekki á
sér slétt og fellt ytra borð. Það
er ekkert til betra en opinn ein-
lægur svipur sem tjáir umheim-
inum hreinskilnislega hvað inni
1 SÁLUFÉLAGI VIÐ PRIESTLEY
fyrir býr. Sú var skoðun mín
þá og hún er enn sú sama, og
er þó líklega meira virði nú
vegna þess að ég á sjálfur ekki
lengur hlut að máli. Sem sagt:
ég ímyndaði mér þá að andlit
mitt væri eitt þessara opinskáu
einlægu andlita, og ég var sæll
í þeirri trú þangað til saman-
lögð áhrif af einum misskilningi
á fætur öðrum neyddu mig til að
taka sjálfan mig til bæna enn
einu sinni með þeim árangri að
ég var sviftur sjálfblekkingunni
að fullu- og öllu. Það fór ekki
framhjá mér að fólk var sífellt
að biðja mig að vera ekki svona
reiðan þegar ég var í rauninni
aðeins svolítið gramur, sífellt
að spyrja mig hversvegna ég
væri svona kátur þótt sann-
leikurinn væri sá, að mér var
svona rétt það sem kalla mætti
létt í geði, og sífellt að biðja
mig að stara ekki svona á-
fergjulega á ókunnuga þegar
mér fannst ég vera aðeins svo-
lítið forvitinn. Að lokum rann
upp fyrir mér Ijós. Andlit mitt
var ekki rétt spegilmynd af
hugarástandi mínu, það var
ýkjufull skopmynd af því. Ég
var sífellt að bera á torg níð
um sjálfan mig. Það var eins
og ég væri sífellt neyddur til að
bera svip sem átti alls ekki við
mig, heldur einhvern mann
gjörólíkan mér. Það var því sízt
að undra þótt ég yrði oft hafð-
ur fyrir rangri sök, því að eðli-
legt er að fólk haldi, að þetta
sprikl í andlitinu á mér, sem
4