Úrval - 01.10.1958, Side 10
ÚRVAL
en ekki hirðuleysislega sett á
svið í hundruðum leikhúsa fyrir
off jár, sem rukkarar og skatt-
heimtumenn taka af mér jafn-
óðum. Að lenda ekki í villum í
völundarhúsi tilverunnar —
eins og hendir flest okkar nú
— heldur að lifa einföldu lífi,
eins og listamaður, heimspek-
ingur, og á þann hátt að til-
finningar, hugsanir og athafnir
væru alltaf nátengd, og að inn-
blástur fyrra árs væri afrek
næsta árs. Ekki á eilífum þön-
um, engin langlínusímtöl, engar
kostnaðarsamar kynjalækning-
gr, engin tíætta á að verða við-
skila við vini og dáða starfs-
bræður, engin þörf á að reka
starf sitt eins og það væri eitt-
hvert béans stóriðjuver. Allt
smátt í sniðum, en gott, þægi-
lega nálægt, og tæki og tak-
mark innan sama sjónhrings.
Smásmuguleg sveitamennska ?
Kannski, en næstum öll ágæt-
ustu verk mannanna hafa verið
unnin við svona aðstæður.
Minnist Aþenu, Florence, Lond-
on á dögum Elísabetar, Weim-
ar. Og hvað hefur komið frá
risaborgunum annað en moð og
móðursýki ? En ef sagt væri
við mig — og hreinskilnir vinir
mínir munu ekki láta á því
standa — að héðan í frá verði
slíkur staður hvergi fundínn
nema í dagdraumi, æskuminn-
ingu, þá get ég ekki annað en
kinkað kolli og litið undan. En
kannski eitthvað svipað, að
minnsta kosti líkara því en það
1 SÁLUF'ÉLAGI VIÐ PRIESTLEY
sem við — nei, nei, ég skil. I
röð, félagar! Áfram gakk! En í
göngunni mun samt einn og einn
í hópnum halda sér fast í hug-
boð um eitthvað annað, unað-
inn sem aldrei var, hvorki á láði
né legi.
Eldfuglar.
Það er til draumur sem er
mjög sjaldgæfur, en hefur ver-
ið kunnur mönnum frá því sög-
ur hófust. Það er skýr, skarp-
vitur draumur, sem jafnvel sál-
könnuður mundi verða að telja
gerólíkan venjulegum draum-
um. ef hann dreymdi slíkan
draum, því að í stað ruglings-
legra endurspeglana daglegrar
reynslu virðist hann bjóða upp
á nýja og æðri tegund reynslu.
Þegar hinir fomu vitringar í
eyðimörkinni sögðu að guð hefði
birzt þeim í draumi, þá voru
þeir draumar án efa af því
tagi. I stað hinnar venjulegu
ringulreiðar er allt skýrt eins og
í kristalli, eins og við hefðum
skamma stund tengzt huga ó-
endanlega auðugri og máttugri
en okkar. Og í þessum draum-
um er ekki aðeins fólginn un-
aður, heldur einnig vísdómur.
Rétt áður en ég fór til Ameríku
síðast, vikumar sem ég var
önnum kafinn við „Time“-leik-
ritin mín, dreymdi mig svona
draum, og ég held hann hafi
haft dýpri áhrif á mig en nokk-
ur reynsla sem ég hafði áður
orðið fyrir í vöku eða draumi
og sagt mér meira um lífið en
«
8