Úrval - 01.10.1958, Page 12
Ég svaraði spurningiim blaðsins sam-
vizkusamlega — og árangurinn lét
ekki á sér standa!
„Spegill, spegill, herm þú mér...“
Grein úr „The Lady“,
eftir Bee Balíer.
„T>LESS, elskan,“ sagði Mar-
® ' tin, „ég kem líklega ekki
fyrr en nokkuð seint í kvöld.
Aðalforstjórinn okkar er að
koma frá London.“
„Allt í lagi, ástin. Vertu bless-
aður,“ sagði ég.
Gegnum regnmóðuna á
gluggarúðunum horfði ég á bíl-
inn hans hverfa eins og vofu
inn í grámistur morgunsins. En
sá leiðindadagur, og að þurfa
svo þar á ofan að búa um rúm-
in. Það tók nú út yfir allt!
Ég skaut þessum óhugnan-
lega verknaði á frest og settist
eins og slytti við morgunverð-
arborðið, hellti síðustu dreggj-
unum af köldu, grófkornóttu
kaffi í bollann minn og teygði
mig eftir dagblaðinu. Eg leit á
fyrirsagnirnar: verkföll, atóm-
sprengjur, morð — ekki létti
mér í skapi við þær upplýsingar.
Þá tók ég allt í einu eftir fal-
lega og skemmtilega kvenna-
blaðinu, sem ég fékk einu sinni
í viku. Það hafði legið undir
fréttablaðinu, og nú horfði ég á
forsíðumyndina af laglegri,
brosandi stúlku, sem virtist
vera af öðrum heimi. Undir
myndinni stóð: „Sérstakt fegr-
unarnúmer“. Ég saug upp í nef-
ið; þessa stundina var heil eilífð
milli mín og fegurðarinnar.
Ég fletti letilega einu eða
tveimur blöðum. Hefur hörund
yðar tekið á sig gráan fölva
vetrarins? las ég.
Ég leit upp og horfði í speg-
ilinn uppi yfir hliðarborðinu.
Já, það hefur það gert,“ sagði
ég döpur.
Vantar glampann í augu yð-
ar?
„Já, alveg,“ svaraði ég.
Hafið þér slappa höku; leggst
húðin í fellingar, þegar þér snú-
ið höfðinu? Ég leit aftur í speg-
ilinn og sneri til höfðinu; ég sá
ótal undirhökur, sem héngu
slappt eins og separ á kalkún-
hana. „Þú hefur verið að kíkja“,
sagði ég og hélt áfram að lesa.
Er hár yðar Ijótt og litlaust?
„Já, hvort það er,“ anzaði ég.
Og hálsinn á yður, er hann
líkur og á álft?
Ég skoðaði mig enn í spegl-
10