Úrval - 01.10.1958, Qupperneq 15
„SPEGILL, SPELILL, HERM ÞÚ MÉR .
ÚRVAL
stigann til að hefja næsta þátt
viðreisnarstarfsins — að ná af
höndunum á mér. Ég laut yfir
krukkur mínar og pyndingar-
tæki; ég skar, svarf, bleikti og
nuddaði, og þegar því var lok-
ið, gaf ég mér loks tóm til að
ná mér í svolítinn matarbita, og
í leiðinni hitaði ég vatn á fæt-
urna á mér.
Ég skaraði í arineldinum og
fékk hann til að loga glatt; svo
settist ég með bollabakkann á
hnjánum og fæturna í heitu
sápuvatninu og lét fara vel um
mig. Ég hafði hulið þykkt krem-
lagið á höndunum með því að
setja á mig hvíta bómullar-
hanzka, og til að mér skyldi ekki
leiðast yfir matnum, hafði ég
náð mér í skemmtilega sögu-
bók og lagt hana á bakkann bak
við diskinn minn.
Hárið var enn að drekka í sig
næringarolíuna og hékk enn í
göndlum, augnalokin voru enn-
þá slapandi og mig sveið enn-
þá í eldrautt andlitið undir
kalda kreminu, en ef ég fengi
næði í eina eða tvær klukku-
stundir enn, hárþvottalög og
hárliðun eins og stúlkan á for-
síðumyndinni, var ég viss um,
að ég yrði næstum óþekkjanleg.
Ég skar bita af eggjakökunni,
las nokkrar línur í skáldsög-
unni og hætti að tyggja til að
hlusta, því að mér heyrðist ein-
hver umgangur. ,,Hvað gat
þetta verið?“ Ég lagði aftur við
hlustirnar, en heyrði ekkert
nema gnauðið í vindinum og nið
regnsins. Ég skar annan bita af
kökunni og stakk upp í mig, og
þá var það, að ég fékk undar-
legt hugboð um, að ég væri ekki
ein. Mér fannst einhver vera að
horfa á mig. Ég leit hægt upp,
og grunur minn var staðfestur
— ég var ekki lengur ein.
Mér flugu í hug auglýsingarn-
ar um „velklædda kaupsýslu-
menn,“ þegar ég sá mennina
þrjá standa við dyrnar. Sá í
miðjunni, með furðusvipinn, var
Martin; til hægri handar var að-
alforstjórinn í velsniðnum yfir-
frakka með harðan hatt, og sá
til vinstri með regnhlífina und-
ir hendinni var ókunnur maður.
Martin hóf máls. ,,Mér datt
í hug,“ sagði hann kuldalega,
,,að við litum hingað inn í há-
degisverð.“
Ég lagði bakkann frá mér,
steig léttilega upp úr fótabað-
inu og strauk hárolíuna úr aug-
unum; ég fann bráðið kremið
renna niður funheitt, vandræða-
legt andlit mitt, en ég gekk samt
til þeirra.
Ég rétti fram hönd með
hvítum hanzka og brosti þving-
að og sársaukafullt. „Þið eruð
hjartanlega velkomnir,“ sagði
ég og hneigði mig.
13