Úrval - 01.10.1958, Page 17
TILRAUNIR MEÐ GERVISKYNFÆRI
tJRVAL
stöðu, er hægt að spana
(induce) straum í spóluna í
holdinu með annarri spanspólu
fyrir utan.
Eftir nokkra ára tilraunir
hefur þessi hugmynd nú verið
reynd í framkvæmd. Örsmáum
spanspólum hefur verið komið
fyrir í holdi froska og kanína
og þær tengdar við taug. Dýrin
hafa svo gert ákveðnar hreyf-
ingar, án þess að geta við þær
ráðið, þegar rafstraumur er
spanaður í spóluna með raftæki
fyrir utan líkamann.
Áður en Djourno prófessor
gæti hafið þessar tilraunir á
mönnum varð hann að ganga
örugglega úr skugga um að
spólan skemmdi ekki taugina á
neinn hátt. Kanína sem haft
hafði spólu í holdi sínu í tvö ár
og gerðar höfðu verið á marg-
ar tilraunir var drepin og taug-
ar hennar vandlega rannsakað-
ar með tilliti til skemmda, en
ekki fundust nein merki um
slíkt.
Það er á ýmsan hátt hægt að
hagnýta spanstraumsertingu á
taugum í mannslíkamanum.
Erting taugar til að koma af
stað svörum í vöðva hefur
sennilega einungis gildi þegar í
hlut eiga lömunarveikisjúkling-
ar. Ef hægt væri að tengja
spanspólu við þindartaugina
(án þess að trufla eðlilega starf-
semi hennar) og hún ert um
fimmtán sinnum á mínútu,
mundi það koma af stað öndun
með þindinni. Þessi tilraun hef-
ur nokkrum sinnum verið gerð
á dýrum. Þegar hún verður
reynd á mönnum, sem kann að
verða fljótlega, verður stállung-
að úrelt.
Enn víðtækari getur notkunin
orðið á sviði kirtlastarfseminn-
ar í líkamanum. Ef spanspóla
er tengd við taug sem stjómar
starfsemi kirtils er hægt að örva
kirtilinn til meiri hormónfram-
leiðslu með því að erta taugina.
Það hefur komið í Ijós við dýra-
tilraunir, að þegar slík erting
hefur verið iðkuð nokkurn tíma
sjást þess greinilega merki að
kirtillinn hefur þroskast.
En mestar vonir eru tengdar
við spanstraumstæknina við til-
búning gerviskynfæra. Og á
þessu sviði er það sem fyrsti
hagnýti árangurinn hefur
náðst: heyrnarlaus maður hef-
ur undanfarna fjórtán mánuði
heyrt hljóð.
I febrúar 1957 fékk Djourno
prófessor í fyrsta skipti tæki-
færi til að notfæra sér árang-
urinn af dýratilraunum sínum
á manni. Tekið hafði verið
kólesterínkökkur úr báðum eyr-
um á manni og varð hann al-
gerlega heymarlaus, því að ekk-
ert var eftir skilið nema ytra
eyrað. Maður þessi var fús til
að leyfa Djourno prófessor að
gera á sér tilraun.
Aðgerðin var framkvæmd 25.
febrúar. Lítilli spanspólu var
komið fyrir bak við gagnauga-
beinið í eyravöðvanum sem við
finnum að hreyfist þegar við
15